Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Arctostaphylos uva-ursi
Ættkvísl   Arctostaphylos
     
Nafn   uva-ursi
     
Höfundur   (L.) Sprengel, Syst. Veg. ed. 16, vol. 2, 287. 1825.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sortulyng
     
Ætt   Ericaceae (Lyngætt)
     
Samheiti   Basionym: Arbutus uva-ursi L.
     
Lífsform   Dvergrunni, sígrænn
     
Kjörlendi   Vex í mólendi, kjarri og skóglendi.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   0.1-0.3 m
     
 
Sortulyng
Vaxtarlag   Jarðlægur, sígrænn, marggreindur runni 10-30 sm á hæð. Stönglar trjákenndir, að mestu jarðlægir en uppsveigðir til enda. Greinar rótskeyttar og smáhærðar. Getur þakið stór svæði þar sem vaxtarskilyrði eru hagstæð. Stönglar mest jarðlægir með uppsveigðum, 5-15 sm löngum sprotum.
     
Lýsing   Blöðin sígræn, stuttstilkuð, þykk, gljáandi, heilrend, yfirleitt öfugegglaga eða spaðalaga, gljáandi og skinnkennd. Blaðkan 12-18 mm á lengd og 6-8 mm á breidd. Blöðin græn beggja vegna með áberandi æðaneti. Blómin hvít, drúpandi, leggstutt, nokkur saman í þéttum, hnöttóttum klasa. Krónan krukkulaga rauðleit eða hvít, merð rauðum kraga, 4-5 mm á hvern veg, grunnskert. Bikarblöðin örstutt, bleik og himnukennd. Ein fræva og 10 fræflar með dökkar frjóhirslur með tvo granna og langa króka. Aldinin hárauð, berlík, um 1 sm í þvermál, með þurru, hvítu, mjölvuðu aldinkjöti. Aldinin eru nefnd lúsamulningar og eru þau algeng fæða og vetrarforði hagamúsa. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Rauðberjalyng, en það má þekkja á því að jaðrar blaðanna eru ofurlítið tenntir og áberandi niðurorpnir.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9,heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=632
     
Reynsla   Sortulyng var fyrr notað til að búa til blek,lita ull og verka skinn (súta). Einnig haft til ýmiss konar lækninga. Í þessari jurt er m.a. virka efnið arbútín, sem er sýklaeyðandi efni. Sortulyng er sérstaklega áhrifaríkt gegn E.coli bakteríunni. Rannsóknir hafa verið gerðar, sem sýnt hafa að regluleg notkun sortulyngs geti komið í veg fyrir blöðrubólgu. Þó þarf alltaf að gæta þess að taka ekki of mikið af sortulyngi, því það getur haft aukaverkanir í för með sér, aðeins 15 g af þurrkuðum laufum geta valdið flökurleika og uppköstum. Börnum, ófrískum konum og konum með barn á brjósti er ekki ráðlagt að nota sortulyng. "Hefur mikið verið brúkað til ýmissa hluta og verður aðeins á fátt eitt drepið hér. Í galdrabók frá 15. öld segir, að venjulegt sé að bera það á sér í litlum poka til varnar gegn draugum. Duft og seyði gert úr berjum og blöðum var haft til lækninga. Hálf teskeið af dufti var tekin í spæni fullum af mysu tvisvar á dag. Af seyði var tekinn einn matspónn þrisvar daglega. Sagt var, að sortulyngið "brjóti stein" og blöð þess /folia uva-ursi) eru enn á lyfjaskrám. Einnig var það gott við lífsýki, munnsviða og húðleysi. Plantan er mjög barkandi, verður því að brúkast með varúð. Berin, (lúsa)mulningarnir, örva blóðstreymi og matarlyst. Úr lynginu var blek búið til en miklu mest var það notað til litunar. Fá má fram ýmis litbrigði með því að nota sortu (rotnaðar lífveruleifar úr mýrum), álún, blástein og járnvítríól." (Ág. H. Bj.)
     
     
Útbreiðsla   Nokkuð algengt um land allt í mismiklum mæli þó og sjaldgæft í sumum landshlutum og stórar eyður í útbreiðslunni, t.d. á norðanverðum Vestfjörðum, Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. Finnst ekki á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, tempr. Asía, N Ameríka og S Ameríka
     
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Sortulyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is