Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Fróðleikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Sagan

Fáein orð um starfið í garðinum á þeim tíma.

Tekjur og gjöld Lystigarðsfélagsins 1929 og 1930.

Eftir Margrethe Schiöth, Akureyri. Árið 1899, í júnímánuði kom ég til Íslands, og var ferðinni heitið til Akureyrar. Fyrsti viðkomustaður skipsins var Fáskrúðsfjörður.

Akureyri hefir lengi verið landskunn vegna skrúðgarða sinna og fagurra trjálunda, sem svo mjög setja svip sinn á eldri hluta bæjarins. Einkum verður mönnum títt um Lystigarðinn, sem eflaust er einstakur á sína vísu hér­lendis, hvað snertir stærð og fegurð.

Stórfelld stækkun Lystigarðsins verkefni fyrir æskuna Eftirtektarverð tillaga frá merkum borgara

Lokið flutningi á plöntusafni Jóns Rögnvaldssonar. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu keypti Fegrunarfélag Akureyrar plöntusafn Jóns Rögnvaldssonar frá Fífilgerði, er hann flutti hingað í bæinn og tók við starfi garðyrkjuráðunauts. Afhenti félagið síðan Lystigarði Akureyrar safnið, og hefir verið unnið að því í vor og sumar, mest í hjáverkum, að koma safninu fyrir í Lystigarðinum, og er því verki nú lokið að heita má.

Fegrunarfélagið kaupir ?Grasgarðinn? í Fífilgerði. Fyrir skömmu síðan samþykkti stjórn Fegrunarfélags Akureyrar að hafa forgöngu um kaup á jurtasafni Jóns Rögnvaldssonar garðyrkjumanns í Fífilgerði í þeim tilgangi að flytja það í Lystigarðinn á Akureyri. Hefir nú verið gengið frá kaupunum af hálfu félagsins, svo að tryggt er, að þetta merkilega og sérstæða safn flyst ekki úr héraðinu, eins og út leit fyrir um skeið.

FEGRUNARFÉLAGIÐ á Akureyri, sem stofnað var 1949, er eins konar samviska bæjarins í fegrunarmálum. Það hefur með hendi ábendingar­störf um fegrun og snyrtingu bæjarins og hefur orðið mikið ágengt.

Á þessu ári er Lystigarður Akureyrar hálfrar aldar gamall. Stofnaður 1912 að frumkvæði danskrar konu Önnu Katharine Schiöth, og síðan stjórnað af tengdadóttur hennar, Margrethe Schiöth, um 30 ára skeið af miklum dugnaði og fórnfýsi eins og alkunnugt er.

Trúði ekki að ég væri á Íslandi sagði erlendur ferðamaður eftir heimsókn í Lystigarðinn.

Gaman væri að koma upp plöntusafni úr heimskautalöndum segir Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður. Fréttamaður íslendings átti fyrir skömmu tal við Jón Rögn­valdsson garðyrkjumann um Lystigarðinn og hina merku jurta­söfnun, er hann hefur með höndum.

Nú er kominn sá tími árs að búast má við næturfrostum hvenær sem er. Um síðustu helgi snjóaði mikið í fjöll og varð Vaðlaheiði ófær af þeim sökum, og jörð var hrímuð niðri í byggð fyrri hluta vikunnar. Af þessu tilefni hafði Íslendingur samband við Hólmfríði Sigurðardóttur

Fjallað um stofnun Lystigarðsfélagsins og saga garðsins rakin í örstuttu máli.

Óvenju verðmætt frímerkjasafn í eigu bæjarins. Geymt í eldtraustri hvelfingu.

Jurtirnar koma jafnan á óvart. - á rölti með Jóhanni Pálssyni forstöðumanni um Lystigarð Akureyrar

"Með virðingu fyrir starfi Jóns Rögnvaldssonar stofnum við trjáa- og runnasafn Akureyrar á afmælisdegi hans, 18. júní" sagði Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrar, þegar hann formlega lýsti yfir stofnun fyrsta trjáa- og runnasafns, sem sett hefur verið á stofn hér á landi.

Viðtal við Axel Knútsson garðyrkjufræðing um starfið í garðinum.

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í fyrradag var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Náttúrugripasafnið í bænum og Lystigarðurinn yrðu sameinuð í eina stofnun, Náttúrufræðistofnun Norðurlands og að sameining­in taki gildi um mitt næsta ár.

Umhverfisnefnd Akureyrar. Tillaga um endurskoðun á rekstri Lystigarðsins. Að undanförnu hefur Þórður Guðbjörnsson hjá hagsýsludeild Akureyrarbæjar unnið að end­urskoðun á rekstri Lystigarðs Akureyrar

Stiklað á stóru í sögu Lystigarðsins frá 1909 - 2000.

Ágrip af sögu Lystigarðsins og fólki, sem honum tengist/tengdist eftir ártölum.

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is