Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Fróðleikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Starfssemin
Stutt yfirlit yfir starfsemi Lystigarðsins og hlutverk. Allt frá upphafi hefur Lystigarðurinn fyrst og fremst gegnt hlutverki sem skrúðgarður fyrir bæjarbúa

Öll mannvirki þarfnast viðhalds eigi þau ekki að hrörna og eyðileggjast. Á Þetta ekki hvað síst við um skrúðgarða. Viðhald garða er tvíþætt.

Að venju fer mestur tími í hreinsun beða og almennt viðhald í garðinum, en undir þann lið er flokkuð ýmis viðhaldsvinna

Mörg eru störfin og reyndar mun fleiri en fólk gerir sér grein fyrir við fyrstu sýn. Margir standa í þeirri meiningu að starfsmenn í Lystigarðinum leggist í dvala að haustinu og vakni ekki úr honum fyrr en snjóa leysir að vori.

Fjöldi tegunda í sáningu á ári hverju frá 1972-2002, súlurit.

Súlurit yfir þróun tegundafjölda í Lystigarðinum 1960-2000

Fjöldi garða í fræskiptum - súlurit 1960-2000

Aðhausti þarf að huga að ýmsum hlutum. Sumt er gert rétt fyrir fyrstu frost. M.a. þarf þá að taka upp dahlíur (glitfífla) og þær rósir sem taldar eru of viðkvæmar til að lifa af veturinn úti við.

Í janúarbyrjun hefst undirbúningur undir sáningu sumarblóma, en síðan 1999 hafa þau sumarblóm sem garðurinn þarf á að halda verið framleidd í gróðurhúsi Lystigarðsins, um 4500 plöntur árlega.

Mikilvægt er í grasagarði að hafa allar tegundir vel merktar með Latnesku heiti og íslensku sé það til staðar. Skiltagerð hefur farið að mestu fram að vetri en með breyttu fyrirkomulagi þá er einnig unnið í henni að sumri til.

Spjaldskrár garðsins eru margar og miklar að vöxtum. 1988 var byrjað slá upplýsingum úr eldri spjaldskrám garðsins inn í tölvu og síðan hefur stöðugt bæst við þær. Öll beð garðsins eru einnig teiknuð upp á hverju ári enda mikið um breytingar, sérstaklega í fjölæringabeðunum

Stærð garðsins í hekturum 1912 - 1994.

Mesturtími fer í að hreinsa og snyrta fjölær beð, sumarblómabeð og trjáa og runnabeð garðsins. Það byrjar með hreinsun sinu úr beðum að vori og síðan þarf að yfirfara, hreisa og/eða raka yfir og snyrta öll beð allt sumarið

Mikil vinna er við það að hausti og síðan að vetri að sinna fræskiptum garðsins en garðurinn er í fræskiptum við rúmlega 300 grasagarða, stofnanir og einstaklinga bæði hérlendis en þó mest erlendis.

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is