Jˇn Helgason - ˙r ljˇ­inu ┴ Rau­sgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
TvÝŠrar pl÷ntur, rŠkta­ar sem sumarblˇm

Margar mjög góðar garðplöntur eru tvíærar, en orðið skýrir ævilengd plöntunnar og einnig það að ala þarf hana upp á fyrra ári en hún blómstrar síðan á seinna árinu. Þær eru margar fyrirtaks sumarblóm og auðveldar í ræktun. Því má huga að þessu í tíma og eiga góðar birgðir af fallegum plöntum næsta vor.

Óvinsælar plöntur?

Hvers vegna eru tvíærar plöntur ekki eins vinsælar og sumarblóm og fjölærar plöntur? Kannski er það vegna þess að þeim er sáð á þeim tíma er mestu vorönnum er lokið og fólk vill aðeins hvíla sig eftir stritið um vorið. Önnur skýring gæti verið sú að flestir tvíæringar blómstra ekki fyrr en ári eftir sáningu. Fyrsta árið er nokkurs konar lirfustig og framleiðir þá plantan aðeins blöð og það er ekki vinsælt, en plantan er að byggja sig upp og undirbúa sig undir veturinn og mikið blómskrúð á næsta ári. Þegar þær hafa síðan myndað fræ, deyja þær og þar með er allt búið og lífshlaupinu lokið.

Sjálfsáning.

Þú verður semsagt að sá til tvíæru plantnanna á hverju ári. Þá átt þú plöntur sem blómstra vor hvert en það eru plönturnar sem þú sáðir í fyrra. Jafnfram átt þú safn ungplantna í uppeldi á góðum stað í garðinum sem eiga að blómstra næsta vor.

Þessa vinnu sjá margar tegundir sjálfar um með því að sá sér út sjálfar. Margar sá sér ríkulega séu þær látnar í friði um haustið. Auðvitað verður þú síðan að læra að þekkja smáplönturnar sem koma upp um vorið frá illgresinu. Síðan þarf aðeins að grisja þær og flytja til þannig að allar fái þær hæfilegt pláss og jafnvel flytja á aðra staði viljir þú hafa þær einhversstaðar annars staðar í garðinum.

Sáning um mitt sumar.

Einstaka tvíærar plöntur eiga það til að blómstra um haustið sama ár sé þeim sáð of snemma um sumarið. Tvíærar stokkrósir og stjúpur eiga þetta t.d. til. Þess vegna er best að sá ekki fyrr en um mánaðarmótin júní/júlí. Reyndar má geta þess að í dag er stjúpan ræktuð mest sem einær. Þá er henni sáð inni í byrjun febrúar og blómstrar samsumars.

Sáningin.

Spírunartíminn er mismunandi eftir tegundum og því er best að sá hverri tegund út af fyrir sig í potta eða kassa. Best er að nota fína blöndu af hvítmosatorfi (sphagnum) og sandi. Hæfilegt er að nota tvo hluta af torfi á móti einum af sandi.

Næsta skref er síðan að dreifsetja plönturnar í aðra kassa, potta eða á reit áður plönturnar verða of þéttar í sáningunni (of stórar). Einnig getur komið til greina að grisja sáninguna verulega hafi verið dreifsáð beint í beð (í sólreit). Þar sem vetur er langur og strangur hérlendis borgar sig að bíða með útplöntun þar til vorið eftir. Ungplönturnar hafa það best í góðum sólreit með gleri eða plasti yfir sem hlífir plöntunum við næðing og frosthörkum vetrarins. Gæta verður þess þó á útmánuðum að ekki verði of heitt í reitunum, þannig að plönturnar fari að vaxa allt of snemma næsta vor og lofta verður eftir þörfum er sól fer að hækka á lofti. Einnig kemur til greina að nota ekki sólreiti heldur þekja plönturnar með einhverju sem einangrar þær frá kuldanum og hlífir þeim t.d. með afklippum af trjám og runnum, laufi og fleiru í þeim dúr. Einnig kemur til greina að geyma plönturnar í köldum kjallara, bílskúr eða gróðurhúsi en þetta fer auðvitað eftir aðstæðum hvers og eins. Varast verður sérstaklega að ofvökva þær ekki yfir veturinn séu þær geymdar innandyra á frostfríum stað því líkurnar á því að þær rotni vegna ofvökvunar eru mun meiri heldur en líkurnar á því að þær ofþorni.

Tvíærar eða fjölærar?

Einstaka tegundir eiga það til að vaxa sem fjölærar væru í nokkurn tíma, sérstaklega ef þær eru á góðum skýldum stöðum í garðinum. Þetta á til dæmis við um stokkrósir (Althaea rosea), bjarnartungu (Anchusa azurea) og fleiri.

Nokkrar tvíærar tegundir.

Alhaea rosea (Syn.: Alcea rosea), stokkrós .

Getur orðið allt að 2 m. á hæð. Þarf hlýjan og sólríkan vaxtarstað, mikið vatn og mikla næringu. Blómstrar frá júlí-október. Margar sortir með ólíka blómliti. Blómin eru oftast meira og minna fyllt.

Anchusa azurea, bjarnartunga.

Er í raun fjölær en hentar að rækta sem tvíær væri þar sem hún er í raun mjög skammlíf hérlendis. Getur orðið allt að 1,5 m. á hæð. Best á sólríkum, hlýjum stað og í jöfnum og góðum raka. Blá blóm í júní-ágúst. Margar sortir í ræktun. Viljir þú halda upp á plöntu með sérlega fallegum blómlit þá er auðvelt að fjölga henni með rótargræðlingum að vori til og halda stofninum þannig við.

Anthemis tinctoria, gullgæsablóm.

Fjölær planta sem oft deyr eftir blómgun. Verður allt að 90 sm á hæð. Best á sólríkum, hlýjum vaxtarstað. Gul blóm í júlí-ágúst.

Bellis perennis, fagurfífill.

Er í raun fjölær en vill gjarnan deyja eftir blómgun. Sáir sér oft út og er hægt að halda við þannig (sbr. áður). Einnig má skipta plöntunum eftir blómgun. Aðeins um 10 sm á hæð og þrífst bæði í sól og hálfskugga. Hvít til rósrauð blóm í júlí-ágúst.

Campanula medium, maríuklukka.

Verður allt að 1 m. á hæð. Þrífst bæði í sól og hálfskugga í allri venjulegri góðri garðmold. Hvít, rósrauð eða bláfjólublá blóm í júlí-ágúst. Er einnig til með fylltum blómum.

Cheiranthus cheiri, gulltoppur.

Allt að 60 sm á hæð. Þarf mikla sól og kalkríkan jarðveg. Gul, gulbrún, brún og rauð blóm snemmsumars. Sortina 'Pariser' má rækta sem einær væri. Smáplöntur er best að yfirvetra frostfrítt eða í mjög góðum reitum. Mikil fjöldi sorta í ræktun.

Dianthus barbatus, stúdentanellika.

Að 40 sm á hæð. Mikil fjöldi lita, flestir þó hvítir eða rauðir. Þrífst best í sól og góðri garðmold. Fjöldi sorta og margar þeirra með fyllt blóm.

Digitalis purpurea, fingurbjargarblóm.

Allt að 1 m. á hæð. Þarf sólríkan stað og fremur þurran jarðveg. Blá blóm í júní-september.

Eryngium giganteum, risaþyrnir.

Allt að 1,2 m. á hæð. Sólríkur, hlýr vaxtarstaður og vel framræstur jarðvegur á vel við. Falleg blágrá blöð og blómskipun sem er umlukin fallegum hvítleitum reifablöðum. Ætti að sá að hausti til og uppeldið gæti tekið fleiri ár áður en hún verður fullvaxin og tilbúin til að blómstra.

Lunaria annua, júdasarpeningur.

Allt að 1 m. á hæð. Vex best í sól eða hálfskugga í allri venjulegri vel framræstri garðmold. Ilmandi rauðfjólublá, hvít eða bláleit blóm í júní-júlí. Mjög góð í þurrblómaskreytingar.

Lychnis coronaria, roðahetta.

Allt að 80 sm á hæð. Sólríkur vaxtarstaður, léttur og vel framræstur jarðvegur. Sáð í lok apríl og plantað út í júní. Plönturnar verða fallegar þegar á fyrsta ári vegna sinna gráloðnu blaðrósetta. Vínrauð, rósrauð eða hvít blóm í júlí-ágúst.

Myosotis alpestris, dvergmunablóm.

Að 35 sm á hæð. Þolir allnokkurn skugga. Venjuleg garðmold og jafn raki hentar vel. Blá, hvít eða rósrauð blóm. Nokkrar nafnsortir. Blómgast í júní-ágúst.

Viola x wittrockiana, stjúpmóðurblóm.

20 sm á hæð. Þrífst bæði í sól og hálfskugga í allri venjulegri garðmold í jöfnum raka. Má rækta sem tvíæra með því að sá henni í júní/júlí. Sé hún ræktuð sem einær er henni sáð í febrúar innandyra við 18 °C og hert eftir kúnstarinnar reglum þegar líður á vorið.

BSt.Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is