═ morgunsßri­ - Ragna Sigur­ardˇttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Frˇ­leikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Helstu ŠttkvÝslar og tegundir sumarblˇma

Hér eru taldar upp helstu ættkvíslar og tegundir sumarblóma sem eru í ræktun hérlendis. Valið var að þessu sinni að raða plöntunum upp í stafrófsröð latneskra heita, enda eru meiri líkur á því að það hjálpi eitthvað til þegar fólk fer út að leita að góðum tegundum í blómabúðum eða í blómamiðstöðvum. Í mörgum tilfellum er íslenskt heiti ekki til eða mjög á reiki og er því sleppt í þeim tilvikum.

*fyrir aftan tegundarnafnið táknar að tegundin spírar betur í góðri birtu.

Einærar tegundir (og fjölærar tegundir sem rækta má sem sumarblóm):

Adonis aestivalis, sumargoði, ræktunartími 3-4 mán., spírar á 10-12 dögum, rækta við 15-18°C.

Ageratum houstonianum, bláhnoða, ræktunaratími 3-4 mán., spírar á 10-14 dögum við 18-21°C, rækta við 16°C, ýmsar sortir í ræktun. Þolir léttan skugga.

Alcea rosea, Stokkrós — sjá tvíærar hér síðar.

Alyssum maritimum sjá Lobularia maritima

Amaranthus caudatus, skrauthali, ræktunartími 2-3 mán, spírar á 14-20 dögum við 15-18°C, rækta við 12-15°C, 60-100 cm, rauð blóm, fremur viðkvæm.

Amaranthus cruentus, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, spírar á 14-20 dögum, hæð 40-70 cm, gul - rauð blóm.

Amberboa moschata, (Syn.: Centaurea moschata) ilmkornblóm, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 4 mán við 12-15 °C, fjöldi sorta.

Ammobium alatum, sandperla, spírunardagar 14-20 við 18°C, ræktunartími 4-5 mán. við 8-10°C.

Anagallis arvensis v. caerulea, lágvaxin, himinblá blóm, einær — fjölær, skammlíf og því ræktuð sem einær væri (Primulaceae). Sama má segja um fleiri tegundir af þessari ættkvísl.

Anchusa capensis, kálfatunga, spírunardagar 10-14 við 16-18°C, ræktunartími 4-5 mánuðir við 12-14 °C.

Antirrhinum majus*, ljónsmunnur, spírar við 15-20°C, ljósspírandi, spírunardagar 10-14, ræktunartími 4-5 mán. við 15-10 °C, fjöldi sorta. 25-80 cm. sól-hálfsk.

Arctotis fastuosa (Syn.: Venidium fastuosum), brúðarskál, 60-70 cm. appelsínugul með dekkri miðju, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 12-16 °C. Hæð 40-60 cm, blóm rauðgul. Blómstrar frá júni og fram í sept.

Asclepias tuberosa, hnúðsvali góð til afskurðar, 60cm, blómstrar enn betur á öðru ári, spírunarhiti 18°C, spírunard. 7-14, ræktunartími 4-8 mán við 12-15 °C.

Asperula orientalis, skógarsystir, spírunarhiti 20-22°C, spírunardagar 10-14, ræktunartími 4-5 mán. við 15-18 °C, blá blóm.

Aster cvs. — sumaraster, garðastjarna, spírar á 7-14 dögum við 15°C, ræktunartími 3-6 mánuðir við 12-15°C, mikill fjöldi sorta.

Begonia semperflorens, sumarskáblað, spírunardagar 15-20, ræktunartími 3-4 mán. við 18-20 °C. Skyggja á útmán. gegn sterkri sól og venja plöntur smám saman við birtuna. Fjöldi sorta í ræktun, en sennil. full viðkvæm nema á bestu stöðum hérlendis.

Begonia x hiemalis, haustskáblað , spírunardagar 7-20, ræktunar­tími 1-2 mán. við 20-22 °C.rækt.tími 1-2 mán.

Begonia x tuberhybrida, hnúðskáblað (hnúðbegonía), spírar í birtu við 24°C, ræktunartími 5-6 mán. við 20-16°C. Fjöldi sorta.

Bellis perennis, fagurfífill — sjá tvíærar hér neðar.

Beta vulgaris, beðja (blaðbeður) káltegund, forrækta, ekki sérl. skrautleg.

Brachyscome iberidifolia, blákragafífill, spírar á 8-12 dögum við 20°C, ræktunartími 3-4 mánuðir við 15-18 °C.

Brassica oleracea v. acephala 'Laciniata', skrautkál, spírar á 6-8 dögum við 15-18°C, ræktunartími 5-6 mán. við 15-12 °C.

Bupleurum rotundifolium, hérabudda, spírar á 10-14d, ræktunartími 3-4 mán við 12-15 °C.

Calceolaria integrifolia* bóndaskór, ljósspírandi við 18°C, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 4-5 mánuðir við 15-10°C, gul blóm, - 100 cm.

Calendula officinalis, morgunfrú, spírunarhiti 15°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 2-3 mánuðir við 12-8 °C

Callistephus chinensis, sumarstjarna, spírunardagar 7-14, ræktunartími 3-6 mán. við 12-15 °C, mikill fjöldi sorta af öllum stærðum og gerðum í ræktun, frá dvergum uppundir metersháar plöntur sem henta vel til afskurðar.

Carthamus tinctorius, litunarþistill, spírunarhiti 18-20°C, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 4-5 mán við 10-15 °C, - 90 cm, gul, rauð eða appelsínugul.

Catharanthus roseus (Syn.: Vinca rosea), vonarneisti sem er í raun hálfrunni eða fjölæringur úr hitabeltinu, aðeins hæf fyrir gróðurskála eða á skýlda staði, ræktuð sem einær hérl. spírunarhiti 15-18°C, spírar á 7-20 dögum, ræktunartími 4-6 mánuðir við 16°C. Fjöldi sorta.

Celosia argentea Plumosa group, fjaðrurkambur, spírunarhiti 18°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3-4 mán. við 18-14 °C, fjöldi sorta í ræktun, hávaxin, fremur viðkvæmur.

Centaurea americana, ástarkornblóm, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 2 mánuðir við 15 °C, ág. til afsk. og þurrk., ág. sort 'Jolly Joker' 100 cm, fölrauð blóm

Centaurea cyanus, garðakornblóm, spírunarhiti 15°C, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 3-4 mán við 15-10 °C, fjöldi sorta.

Cheiranthus cheiri — sjá Erysimum cheiri

Chrysanthemum carinatum, friggjarbrá, spírunarhiti 15°C, spírar á 8-14 dögum, ræktunartími 3-5 mán. víð 15-10 °C, ág. til afsk., fjöldi sorta.

Chrysanthemum coronarium, nönnubrá, ræktunartími 2-3 mán. við 15-10 °C. gul eða hvít, 80-120 cm. ág. til afsk.

Chrysantemum indicum sjá Dendranthema indicum

Chrysanthemum paludosum sjá Leucantheumum paludosum,

Chrysanthemum segetum, njarðarbrá, spírar á 8-14 dögum, ræktunartími 4 mán við 15-10 °C, nokkrar sortir í rætktun.

Cineraria maritima sjá Senecio cineraria - silfurkambur

Cirsium japonicum, japansþistill, fjölær en skammlíf, því ræktuð sem einær, spírunarhiti 15°C, spírar á 14-20 dögum við 15 °C, ræktunartími 5-6 mánuðir við 12 °C, ág. til afskurðar, nokkrar nafnsortir.

Clarkia amoena (Syn.:Godetia amoena), -40 cm, margir blómlitir, spírunarhiti 15°C, ræktunartími 2 mán. við 10-12 °C., ág. til afsk.

Clarkia elegans, myllublóm, spírunarhiti 15°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 4 mán. við 10-15 °C, ág. til afskurðar

Clarkia rubicunda, meyjablómi, - 1m, rósrauð blóm, ræktunartími 4-5 mán. við 10-15 °C. ág. til afsk.

Clarkia unguiculata, myllublóm, 50-60 cm. blóm hvít, rósrauð eða rauð, ræktunartími 2-3 mán. við 10-15 °C. ág. til afsk.

Cleome spinosa, köngulóarblóm, spírunarhiti 18°C, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 3 mán. við 15 °C, nokkrar nafnsortir.

Clitoria ternatea, fiðrildabaunir (BSt) (Fabaceae) blá blóm, 40-60 cm, sá um miðjan feb., ræktunartími 4-5 mán. við 12-15 °C. Klifrar.

Collomia grandifolia, (Polemoniaceae) spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 15-18°C, ág . til afskurðar, - 90cm, laxableik — gul blóm

Consolida ambigua, konungaspori, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, -110cm, hvít, rósrauð eða blá blóm í ýmsum gerðum og stærðum (nokkrar sortir ??)

Consolida orientalis, margir blómlitir, -110 cm, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C.

Consolida regalis, keisaraspori, margir blómlitir, -60 cm, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C.

Convolvulus tricolor, morgundýrð, skrautvafklukka, spírunarhiti 15-18°C, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 3 mánuðir við 18 °C, þarf mikla sól og kalkríkan jarðveg.

Coreopsis grandiflora, baldursgull, í raun fjölær en ræktuð sem einær, spírunarhiti 15-18°C, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15°C, 45-110 cm, gul/rauðbrún blóm, margar sortir.

Coreopsis tinctoria, maríugull, spírar á 12-14 dögum, ræktunartími 3-4 mán. við 18-15 ° C, ág. til afsk. -90 cm. rauð/brún blóm

Cosmos bipinnatus, brúðarstjarna, spírunarhiti 18°C, spírar á 8-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 18-15 °C. ág. til afskurðar, -100cm, margar sortir í ræktun.

Cosmos sulphureus, sáð um 15 apríl, ræktunartími um 2 mán. við 12-15 °C. 60-100 cm, gul blóm, ág. til afsk.

Craspedia uniflora, (Asteraceae) kúluklumba (BSt), gul kúlulaga blóm, -60 cm., spírar á 7-20d, ræktunartími 7 mán. við 15-18 °C, ág. til afskurðar (frá Ástralíu og NZ).

Cuphea ignea, (Lythraceae), vindlajurt, spírunarhiti 16-18°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 10-14 °C, um 30 cm, ág. til afsk. sól-hálfsk.

Cynoglossum amabile, fagurtunga, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, blóm blá, um 40 cm á hæð.

Dahlia variabilis (Dahlia x cultorum), sumardahlía, spírunarhiti 18°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 15-12 °C, fjöldi sorta í ræktun.

Delphinium ajacis sjá Consolida orientalis eða ambigua, spírar á 18-25 dögum, ræktunartími 5-6 mán. við 5-10 °C, ág. til afsk. fjöldi nafnsorta.

Dendranthema indicum, (Syn.: Chrysantemum indicum), spírunarhiti 12°C, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 5-7 mánuðir við 5-15 °C, 50-110 cm, ág. til afsk., fjöldi sorta.

Dianthus barbatus, stúdentanellika — sjá tvíærar tegundir.

Dianthus caryophyllus (einær-tvíær), goðadrottning, spírunarhiti 15°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3-5 mán. við 12 °C, ág til afsk, fjöldi nafnsorta.

Dianthus chinensis, kínadrottning, spírunarhiti 18-20°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 4-5 mán við 16-12 °C, ág. til afsk., mikill fjöldi sorta í ræktun.

Dimorphotheca aurantiaca, haustboði (haustregnboði), spírunarhiti 15°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 10-12°C.

Dimorphotheca pluvialis, sumarboði (sumarregnboði) 30-40 cm, blóm hvít/fjólublá. ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C.

Dimorphotheca sinuata, regnboði, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 10-12 °C.

Dorotheanthus bellidiformis, (Syn.: Mesembryanthemum criniflorum), hádegisblóm, spírunarhiti 16-18°C, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 2-2,5 mán. við 12-14 °C, fjöldi sorta.

Echium plantagineum, slönguhöfuð, ca. 200 fræ í g, sáð við 18 °C, spírar á 12-14 dögum, ræktunartími 4 mán. við 18-15 °C, ág. til afsk. bláir litir, t.d. 'Blue Bedder' um 50 cm. á hæð.

Erysimum cheiri (Syn.:Cheiranthus cheiri), gulltoppur, sjá tvíærar teg.

Eschscholtzia california, gullbrúða, kaliforníuvalmúi, spírunarhiti 16-18°C, spírar á 8-10 dögum, ræktunartími 3-4 mán. við 18-15°C, nokkrar sortir í ræktun.

Euphorbia marginata, úlfamjólk, spírunarhiti 18°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3 mán við 15 °C, ág. til afskurðar.

Eustoma grandiflorum, (Gentianaceae) einær eða tvíær tegund sem hentar mjög vel til afskurðar, sáð við 20-25 °C, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 5 mán. við 18 °C (Yfirvetruð við 4-6 °C.), margar sortir, hæð oftast í kring um 50 cm.

Fuchsia x hybrida ,eðaltár, 60-90 cm. ýmsir litir.

Gaillardia pulchella, fagursléttubrá, spírunarhiti 15°C, spírar á 14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 15-12 °C.

Gazania ringens, (Syn. Gazania splendens), mánafífill, spírar 7-14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 15-10 °C. Nokkrar sortir í ræktun.

Gazania cvs., mánafífill, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 15-10 °C. Fjölmargar sortir í ræktun.

Gilia achilleifolia, (USA - Kalifornía) harðger einæringur 60-75 cm, blóm blá í júlí-ág, 'Major' með enn stærri blóm

Gilia capitata, (Kalifornía) harðger einæringur 40-50 cm, blóm blá í kúlulaga blómskipun, ág. til afsk.

Gilia tricolor, þrenningarauga, 25-30 cm, harðger, fölfjólublá bjöllulaga blóm, sennil. stuttur ræktunartími í húsi 2-3 mán. í það mesta.

Godetia grandiflora sjá Clarkia rubicunda

Gomphrena globosa, (Amaranthaceae) spírar á 14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 10-12 °C, ág. til afsk. evt. fremur viðkvæm, nokkrar sortir í rækt.

Gypsophila elegans, skrautblæja, spírar á 14-20 dögum, við 15°C, ræktunartími 2 mán. við 10-15 °C. Ág. til afsk. Nokkrar sortir í ræktun.

Helianthus annuus, sólfífill, spírunarhiti 15°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 10 °C. Ág. til afks. nokkrar sortir í ræktun.

Helichrysum bracteatum, sólargull, spírunarhiti 18°C, spírar á 10-20 dögum, ræktunartími 4 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk., fjöldi sorta.

Heliotropium arborescens, (Boraginaceae), er í raun fjölær en ræktuð sem einær, spírar á 10-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3-4 mán. við 15-13 °C.

Helipterum humboldtianum, gullvængur, (Syn.: H. sanfordii), spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 3-5 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk. og þurrk.

Helipterum manglesii, lotvængur, spírunarhitastig 18°C, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 3-5 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk. og þurrk.

Helipterum roseum, eilífðarblóm (roðavængur), spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 3-5 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk. og þurrk.

Iberis amara, snækragi, spírar á 14 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 8-10 °C, um 25 cm, ág. til afsk. Er af krossblómaætt og þarf því að eitra fyrir kálmaðk á uppeldisstigi.

Iberis umbellata, sveipkragi, spírar á 14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk. Er af krossblómaætt og þarf því að eitra fyrir kálmaðk á uppeldisstigi.

Impatiens balsamina*, 20-75 cm, spírar á 15-20 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 16-18 °C, fremur viðkv. og vill hlýjan fremur rakan vaxtarstað.

Impatiens walleriana*, Iðna Lísa, fjölær í raun en ræktuð sem einær, spírar á 15-20 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 16-18 °C. Þarf hlýjan og góðan vaxtarstað, margir blómlitir.

Lavatera trimestris, aftanroðablóm, spírar á 7-14 dögum við 15°C, ræktunartími 3-4 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk. Nokkrar sortir.

Leucantheumum paludosum, (Syn.: Chrysanthemum paludosum) daggarbrá, spírar á 10-14 dögum við 12-15°C, ræktunartími 2-3 mán. við 10-15 °C, sól eða hálfsk. Hvít blóm með gulri miðju, 20-30 cm. á hæð.

Limnanthes douglasii, eggjablóm, spírar á 7-14 dögum við 16-18°C, ræktunartími 2-3 mánuðir við 10-15°C, hæð um 15 cm.

Limonium sinuatum, fétoppur, í raun fjölær en ræktuð sem einær, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, ág. til afks. fjöldi sorta, pottaræktun

Limonium suworowii, (= Psylliostachys suworowii), spírar við 15°C á 7-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C., ág. til afsk., rósrauð blóm 60-80 cm.,

Linaria maroccana, þorskagin, mislit blóm, 30-40 cm., blómsæl. Heimkynni N-Afríka. Þrífst best í sendnum jarðvegi.

Linum grandiflorum, sumarlín, góð með fjölærum, sáð við 18 ° í apríl, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími um 2 mán. við 15 °C.

Lobelia erinus, brúðarauga, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3-4 mán. við 12-14 °C, fjöldi sorta

Lobularia maritima (Syn.: Alyssum maritimum), skrautnál, ræktunartími 2-3 mánuðir, spírar á 8-14 dögum við 18°C, rækta við ca. 12 gráður Celcíus, fjöldi sorta í ræktun.

Lonas annua, (Asteraceae) spírar á 8-10 dögum við 15-18°C, ræktunartími 2 mán. við 12 °C, ág. til afk. og þurrkunar, fremur viðkv.

Lupinus hartwegii (Fabaceae) einær, sá við 18 °C, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 3-4 mán. við 18 °C, ág. til afsk. 50-70 cm, blóm blá, hvít eða rósrauð, blómstar frá júlí-sept.

Malope trifida, hjarðmeyjarblóm, (Malvaceae) 80-100 cm, hvít rósrauð eða rauð blóm, ræktunartími 2-3 mán. við 15 °C.

Malva moschata, stokkrós — fjölær en oft ræktuð sem ein-tvíær.

Matthiola incana, ilmskúfur, spírunarhitastig 18°C, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3-5 mán. við 10 °C, ág. til afsk., 60-70 cm, margir blómlitir, mikill fjöldi sorta í ræktun.

Melampodium cinereum, (Asteraceae) einær, spírar á 7-10 dögum við 18-20°C, ræktunartími 3 mán. við 15-18 °C.

Mentzelia lindleyi (Syn.: Bartonia aurea), gullbursti, imandi, 40-50 cm. á hæð, blóm gullgul, stór frá júní - ág., ræktunartími um 2 mán. við 12-15 °C. (Harðg. heimk. Kalifornía).

Mesembryanthemum criniflorum — sjá Dorotheanthus bellidiformis

Mimulus cupreus, logatrúður, með rauð eða gul blóm, 25 cm, harðger þolir léttan skugga. Yrki af þessari tegund eru gjarnan undir Mimulus x hybridus...

Mimulus luteus, tígurblóm, í raun fjölær en ræktuð sem einær, spírar á 7-14 dögum við 12°C, ræktunartími 3-4 mán. við 8-10 °C, sól-hálfsk.

Mimulus tigrinus — sjá Mimulus x hybridus

Mimulus x hybridus, apablóm, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 3-4 mán. við 8-10 °C, 25-30 cm. ýmsir blandaðir litir, blómstrar frá júlí og fram í sept. Sól-hálfskuggi.

Mirabilis jalapa, (Nyctaginaceae) í raun fjölær en má rækta sem einær væri, spírar á 5 dögum við 18-20°C, ræktunartími 4 mán. við 15-18 °C, ilmar, 60cm, júlí-sept. - marglit

Moluccella laevis, (Lamiaceae), 60cm, spírar á 14-30 dögum, ræktunartími 3-4 mán. við 12-15 °C, ág. til afsk., hvít eða fölbleik.

Nemesia strumosa, fiðrildablóm, spírar á 14-20 dögum við 12°C, ræktunartími 2 mán. við 8-10 °C, sól-hálfsk. fáar sortir

Nemophila insignis, vinablóm, sáð við 12-15 °C, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, blá blóm, þolir léttan skugga.

Nemophila menziesii, garðasnót, sáð við 12-15 °C í marslok, ræktunartími 3 mán við 12-15°C, spírar á 7-14 dögum. Hæð 15-20 cm, blá blóm.

Nicandra physaloides (Solanaceae), spírar á 14-20 dögum við 12-15°C, ræktunartími 3-4 mán. við 15-18 °C, ág. til afsk. og þurrk. ca. 80 cm,

Nicotiana affinis — sjá Nicotiana alata

Nicotiana alata, blómatóbak, spírar á 14-20 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán við 12-15 °C, rauð og bleik blóm, 40 cm, rækt. í 12 cm pottum.

Nicotiana sylvestris, hreinhvít, 100-150 cm. annars eins og hinar.

Nigella damascena, skrautfrú, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 4-6 mán. við 12 °C, ág. til afsk. sól-hálfsk. 50-60 cm.

Nolana paradoxa, bjöllurkrúna, (Nolanaceae), spírar á 14-20 dögum við 18°C, ræktunartími 3-4 mán. við 16-10°C, ný af nálinni, fáar sortir (15cm).

Ocimum basilicum, basilíka, (Lamiaceae) spírar á 14-21 degi við 15-18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 15-18 °C (45-60cm) 'Purple Ruffles' með purpuralit glansandi blöð. (eina nafnsortin).

Osteospermum cvs. t.d. ‘Passion’, sólboði, spírar á 2-3 vikum við 18-20°C, ræktunartími 4-5 mánuðir við 18-12°C. Mörg yrki í ræktun 25-60 cm að hæð.

Papaver glaucum, í raun fjölær en má rækta sem einær, 50 cm, rauð blóm, ræktunartími 3-4 mán. við 12-15 °C.

Papaver nudicaule, valmúi, garðasól, rauð, gul eða hvít blóm, spírar á 14-20 dögum við 12°C, ræktunartími 3-4 mán. við 8-10°C, 30-40 cm, harðger, en hálfgert illgresi a.m.k. norðanlands.

Papaver rhoeas, deplasól, 70 cm spírar á 14-20 dögum við 12°C, ræktunartími 5 mán. við 8 °C, 75 cm, ág. til afsk. Fáar sortir, t.d. ‘Plenum’

Papaver somniferum, draumsól, allt að 100 cm spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 5 mán. við 8 °C, 75 cm, ág. til afsk.

Pelargonium peltatum, hengipelargonia (eða Pelargonium x peltatum - blendingar), 50-80 cm. með rauð eða hvít blóm, viðkv.

Pelargonium x zonale, blendingarmánabrúður, garðapelargonia, spírar á 7-10 dögum við 21°C, ræktunartími 5 mán. við 18-16°C., 30-100 cm, ýmsir rauðir og hvítir litir. Viðkv.

Penstemon cvs., sumargríma, , ræktunartími 2-3 mán. við 15 °C, ýmsir rauðir litir, hæð 50-60 cm. Margar sortir.

Penstemon gentianoides, í raun fjölær en ræktuð sem einær, spírar á 14-20 dögum við 18°C, ræktunartími 4 mán. við 14-12°C, ág. til afsk. 60-75 cm. nokkrar sortir.

Petunia multiflora* og multiflora plena sama og hinar, einnig er til grandiflora plena - > Sjá Petunia x hybrida

Petunia x grandiflora* (= Petunia x hybrida skv. RHS) tóbakshorn stórblóma, spírar á 14-20 dögum við 18-20°C, ræktunatími 3-4 mán. við 14-10 °C, nokkrar sortir.

Petunia x hybrida*, tóbakshorn, spírar á 14-20 dögum við 18-20°C, ræktunartími 3-4 mán. við 14-10 °C (25-30 cm). Margar sortir.

Phacelia campanularia, bláklukkubróðir, ræktunartími um 2 mán. við 12-15 °C., blóm blá, hæð 15-25 cm, fáar sortir t.d. 'Blue Bells'.

Phacelia tanacetifolia, hunangsjurt, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 2 mán. við 15 °C., 60 cm. fjólublá blóm.

Phaseolus coccineus (Fabaceae), ræktunartími 1-2 mán. við 15 °C., blóm rauð/hvít, 100-200 cm. — einhverskonar slöngubaunir, kannski ekkert sérlega skrautlegar.

Phlox drummondi, sumarljómi, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 10-13 °C, ‘Nana Compacta’ 20-25 cm. en ‘Grandiflora’ 50cm, fáar sortir ræktun fyrir utan tvær fyrrnefndar, í blönduðum litum.

Portulaca grandiflora, sólportúlakka, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, nokkrar sortir

Reseda odorata, ilmkollur, spírar á 14-18 dögum, ræktunartími 3 mán. við 15-18 °C, fáar sortir, um 40 cm.

Ricinus communis, kristspálmi, eitruð fræ!, spírar á 14-20 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 12-14 °C, þurfa all. frjóan djúpan jv. og mikla sól.

Rudbeckia hirta, stráhattur eða hæruhattur, spírar á 14-20 dögum við 16°C, ræktunartími 2-3 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk. þarf frjóan jarðv., nokkrar sortir

Salpiglossis sinuata, álfabikar, spírar á 10-14 dögum við 18°C, ræktunartími 4-5 mán. við 12-15 °C, ág. tilafsk. (50-80 cm), fáar sortir.

Salvia coccinea*, Sumarsalvía, 50 cm. spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 14-10 °C, ág. til afsk.

Salvia farinacea*, daggarsalvía, í raun fjölær en ræktuð sem einær, blá eða purpurablá, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 14-10 °C, ág. til afsk. -40cm, nokkrar sortir.

Salvia patens*, heiðasalvía, í raun fjölær en ræktuð sem einær, átti að setja fyrr niður eða þegar í jan/feb. 75 cm. ág. til afsk. 2-3 mán. í rækt.

Salvia splendens*, glæsisalvía, margar sortir, spírar á 17-14 dögum við 22°C, ræktunartími 3 mán. við 18-12 °C, viðkvæm.

Salvia viridis*, grænsalvía, nokkrar sortir, t.d. 'Blauer Vogel' fjólubl. 'Weisser Schwan' hvít 60 cm ofl. ág. til afsk. 2-3 mán. í rækt.

Sanvitalia procumbens, spírar á 7-14 dögum við 15-18°C, ræktunartími 2 mán. við 10-12 °C, ág. til afsk. fáar sortir

Scabiosa atropurpurea 'Grandiflora Plena', ekkjublóm, um 90 cm. spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 4-5 mán. við 10 °C.

Scabiosa stellata 'Sternkugel', stjörnukarfa, 60 cm. ág. til afsk. og þurrkunar, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 4-5 mán við 10 °C.

Schizanthus x wisetonensis, paradísarblóm, spírar á 14-20 dögum við 15°C, ræktunartími 3,5-5 mán. við 10 °C, 20- 40 cm. fáar sortir

Senecio cineraria (Syn.: Cineraria maritima), silfurkambur, spírar á 10-14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán, við 12-16 °C, nokkrar sortir í ræktun, grá blöð, 15-20 cm á hæð. Í sumum heimildum talinn ljósspírandi.

Silene armeria, rósaholurt, 25-30 cm. júní - ág. spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 10-15 °C.

Silene coeli-rosea, glitberi, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 10-15 °C, hæð 40-60 cm, fjólublá blóm, ág. til afsk., fáar sortir.

Silene compacta, skrauthjarta, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 10-15 °C, 25-30 cm. á hæð, blóm rauð eða hvít.

Tagetes erecta, klæðisblóm, -90 cm. spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 16-12 °C, mikill fjöldi sorta.

Tagetes patula , flauelsblóm, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 16-12 °C, mikill fjöldi sorta mikill fjöldi sorta.

Tagetes tenuifolia, dúkablóm, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 16-12 °C, nokkrar sortir.

Tanacetum parthenianum, glitbrá, gul eða hvít fyllt blóm síðla sumars, 25-30 cm, mjög harðger.

Tithonia rotundifolia, (Asteraceae) -150 cm. spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 12-14 °C, ág. til afsk. hlýjan góðan stað.! Nokkrar sortir.

Tropaeolum majus sortir t.d. ‘Scarlet’ og ‘Alaska’, skjaldflétta, spírar á 14-20 dögum vð 15°C, ræktunartími 1-2 mánuðir við 10-12°C, flekkótt blöð, klifra ekki — sjá annars umfjöllun um klifurpl.

Ursinia anthemoides, baugastjarna, 30 cm. spírar á 10-14 dögum við 16-18°C, ræktunartími 3 mán. við 15-18 °C. (mikla sól)

Vaccaria hispaninca (Syn.: Saponaria vaccaria), sápujurt, spírar á 8-14 dögum við 18-20°C, ræktunartími 2-3 mán. við 12-16 °C., ág. til afsk., fáar sortir.

Venidium fastuosum sjá Arctotis fastuosa

Verbena bonariensis, -120 cm, júlí-sept., spírar á 20-30 dögum við 18-20°C, ræktunartími 3-4 mán. við 14-10 °C ág. til afsk., lillablá.

Verbena canadensis, kanadajárnjurt, spírar á 20-30 dögum við 18-20°C, ræktunartími 3-4 mán. við 14-10°C, um 20 cm, rauðfjólublá, ág. til afsk. Fáar sortir.

Verbena elegans, spírar á 20-30 dögum við 18-20°C, ræktunartími 3-4 mán. við 14-10°C, rósrauð blóm, 15-25 cm.

Verbena rigida, í raun fjölær en ræktuð sem einær, spírar á 20-30 dögum við 18-20°C, ræktunartími 3-4 mán. við 14-10°C, 30-50 cm, bláleit blóm, ág. til afsk. Nokkrar sortir.

Verbena x hybrida, járnjurt, spírar á 20-30 dögum við 18-20°C, ræktunartími 3-4 mán. við 16-10 °C, ág. til afsk. Margar sortir.

Vinca rosea sjá Catharanthus roseus

Viola cornuta, fjallafjóla — sjá tvíærar teg.

Viola labradorica, grænlandsfjóla, fjölær og talin vel harðger (z2) en stundum ræktuð sem einær, heldur sér við eða er haldið við með sán.

Viola odorata, ilmfjóla, fjölær en ræktuð sem einær, heldur sér við eða er haldið við með sán.

Viola x wittrockiana, stjúpublóm — sjá þær sem rækta má sem tvíærar.

Xeranthemum annuum, pappírsblóm, eilífðarblóm, spírar á 7-14 dögum við 15°C, ræktunartími 3-4 mán. við 10-15 °C., blómlitir margir, hæð 40-60 cm.

Zinnia angustifolia, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 2-3 mán. við 14-16 °C, ág. til afsk., fáar sortir.

Zinnia elegans, drottningarfífill, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 14-16 °C, ág. til afsk. Nokkrar seríur. Fremur viðkvæm.

Einær grös.

Agrostis nebulosa , slæðulíngresi, sáð inni í lok mars eða byrjun apríl, ræktunartími um 2 mán. við 12-15 °C, grængul blómskipun.

Avena sterilis, skrauthafri, sáð inni í apríl, ræktunartími 1-2 mán. við 12-15 °C, -80 cm.

Briza maxima, hjartaax, 30-50 cm, spírar á 14-30 dögum við 15-18°C, stuttur ræktunartími eða 1-2 mán. við 10-12 °C.

Briza minor, sumarax, heldur lægri en B. maxima eða 25-30 cm. svipaður ræktunartími.

Bromus briziformis, hjartafax, sáð inni í apríl við 18 °C, stuttur ræktunartími 1-2 mánuðir, 30-40 cm.

Coix lacryma-jobi, táragras, ræktunartími 2 mán. við 15 °C, allt að 1 m. á hæð, (grængul blóm).

Hordeum jubatum, silkibygg, stuttur ræktunartími eða 1-2 mán. við 12-15 °C.

Bassia scoparia (Syn.: Kochia scoparia), skrautkollur, spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, þarf mjög gegndræpan jarðveg.

Bassia scoparia f. trichophylla, skrautkollur, ræktunartími 2 mán. við 15-18 °C, græn - 1m.

Kochia scoparia sjá Bassia scoparia

Lagarus ovatus, héraskott, stuttur ræktunartími eða 1-2 mán. við 12-15 °C.

Pennisetum villosum, fjaðurburstagras, ræktunartími 2-3 mán. við 12-15 °C, grængul blóm, 60 cm. á hæð.

Setaria italica, kólfhirsi, ræktunartími sennilega um 2 mán., græn-gul blóm, hæð 50-80 cm.

Zea mays (Poaceae), maís, ág. til afsk en síðri sem sumarbl. - 2m., sáð við 18 °C., spírar á 7-14 dögum, ræktunartími 1 mán. við 10-12 °C, fremur viðkvæm hérlendis.

Einærar klifurplöntur:

Asarina barclaiana , (Scrophulariaceae) í raun fjölær en má rækta sem einær væri, spírar á 14-20 dögum við 18-20°C, ræktunartími 2,5-3 mán. við 14-16 °C, hraðvaxta klifurplanta.

Cardiospermum halicacabum, fjölær skammlíf, ræktuð sem einær, spírar á 15-20 dögum við 20-22°C, ræktunartími 4 mán. við 14-16 °C

Cobaea scandens, (Polemoniaceae), fjölær vafningsviður en ræktuð sem einær, spírar á 14-20 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 10-14 °C

Dolichos lablab sjá Lablab purpureus

Eccremocarpus scaber, (Bignoiaceae), í raun fjölær vafninsviður frá Chile en rækt. sem einær, spírar á 10-14 dögum, ræktunartími 4 mán. við 12-15 °C. Örfáar sortir.

Humulus scandens, vinduhumall, spírar á 20-28 dögum við 15°C, ræktunartími 2-3 mán. við 12 °C (einær, allt að 4m á hæð).

Ipomoea purpurea, purpurahnúður, (-3m) spírar á 14 dögum, ræktunartími 3 mán. við 12-16 °C, júlí-sept.

Ipomoea tricolor, indíánahnúður, spírar á 10-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 12-16 °C.

Lablab purpureus (Syn.: Dolichos lablab), spírar á 8-10 dögum við 18-20°C, ræktunartími 4-5 mánuðir við 15-18°C, (Fabaceae) klifurpl., blóm purpurlit - hvít — allt að 3 m.

Lathyrus odoratus, ilmbaunir, spírar á 20-30 dögum, ræktunartími 2-3 mán. við 8-10 °C, ág. til afsk., fjöldi sorta, sól-hálfsk.

Pharbitis purpurea sjá Ipomoea purpurea

Phaseolus coccineus , Sumarbaunir — nýtt ísl. nafn, (Fabaceae) í raun fjölær en rækt. sem einær, viðkv. Tropical Am., Z10.

Thunbergia alata, svarteyga Súsanna, spírar á 10-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3-4 mán. við 10-16 °C, fáar sortir

Tropaeolum majus, skjaldflétta, spírar á 14-20 dögum við 15°C, ræktunartími 1-2 mán. við 10-12 °C. best í fremur ófrjóum jarðvegi en sé jarðv. of frjór þá vilja blöðin vaxa yfir blómin. !! - nokkrar sortir, ág. til afsk., sól-hálfskuggi.

Tropaeolum peltophorum sama á við hana og skjaldfléttuna, ág. til afsk.

Tropaeolum peregrinum, dvergflétta, 150-300 cm. gul blóm, ræktunartími um 2 mán. við 10-15 °C. Fremur viðkv.

Tvíærar tegundir:

Þessar tegundir má flestar rækta sem einærar væru — forrækta í gróðurhúsi en eftirtaldar tegundir eru flestar flokkaðar sem tvíærar og því auðvelt að sá að sumri og yfirvetra síðan í sólreit og njóta blómskrúðsins síðan á næsta sumri. Gott fyrir þá sem hafa takmarkaða gróðurhúsaaðstöðu.

Alcea rosea (Syn.: Althaea rosea), stokkrós, ræktunartími þrír mánuðir, spírar á 10-20 dögum, ræktunartími 3 mán. við 12-15 °C, margar sortir.

Bellis perennis, fagurfífill, spírunarhitastig 18°C, spírunardagar 7-14, ræktunartími 8-10 mánuðir við 12-16 °C. Upplagt að rækta hana í ár eða þar um bil og láta hana blómstra á seinna árinu en þá verða plönturnar miklu bústnari og fallegri, yfirvetra frostfrítt. Fjöldi sorta í ræktun. Oftar en ekki ræktuð sem einær.

Campanula medium, sumarklukka, spírar á 14-20 dögum við 15°C, ræktunartími 4 mán. við 15 °C, sól eða hálfskuggi, ág. til afsk.

Carlina vulgaris, stjörnuþistill, tvíær, spírar á 14-20 dögum við 15°C, blómstar í júlí rauðum blómum, 20-60 cm.

Dianthus barbatus, stúdentanellika, spírar á 7-14 dögum við 18°C, ræktunartími 3 mán. við 6-12 °C, ág. til afsk, fjöldi sorta, stundum ræktuð sem einær og þá sáð snemma inni í góðu gróðurhúsi og ræktuð við 5-15 °C

Digitalis ferruginea , járnbjörg, -150 cm, rauðbrún blóm.

Digitalis purpurea, fingurbjargarblóm, spírar á 14-20 dögum við 18°C, ræktunartími 3-4 mán. við 12-15°C, 1-2 m. bleikar klukkur frá miðju sumri (fjölær við allra bestu skilyrði) fjöldi sorta í ræktun.

Erysimum cheiri (Syn.:Cheiranthus cheiri), gulltoppur, spírar á 8-14 dögum við 18°C, ræktunartími 10 mán m.v. 15 °C, ág. til afskurðar, fjöldi sorta í ræktun.

Gilia rubra, glóðarauga (BSt), 1-1.5 m, góð pottaplanta í svala gróðurhúsið og blómstar þá frá því um seinni part vetrars og fram á vorið. Mætti nota úti á bestu stöðum.

Lunaria annua, mánasjóður (júdasarpeningur), spírar á 10-14 dögum við 16-18°C, ræktunartími 8-10 mán. sé henni sáð beint í reit, sól-hálfsk. ág til afsk. 50-100 cm., margir blómlitir.

Myosotis alpestris, bergmunablóm, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 4-5 mán. við 12 °C, ljósblá blóm, 20 cm, harðger — einnig ræktuð sem einær.

Myosotis sylvatica, garðmunablóm, spírar á 14-20 dögum, ræktunartími 4-5 mán. við 12 °C, nokkrar sortir í ræktun, ág. til afsk. Stundum nefnd skógargleim-mér-ei og þolir vel allnokkurn skugga — einnig ræktuð sem einær.

Papaver nudicaule, garðasól, spírar á 14-20 dögum við 12°C, ræktunartími 3-4 mán. við 8 °C, ág til afsk 30-50 cm -auðv. rækt. sem einær.

Viola cornuta, fjallafjóla, 15 cm, harðer og blómviljug, sáð inni í feb. eða ræktuð sem tvíær og þá sáð um eða eftir mitt sumar og blómstar þá tæpu ári seinna (yfirvetruð í reit) — einnig ræktuð sem einær.

Viola x wittrockiana, stjúpublóm, spírar á 14-20 dögum við 15°C, ræktunartími 3-4 mán. við 8-10 °C, fjöldi sorta í ræktun — einnig ræktuð sem einær.

BSt 1990 — yfirlesið og endurbætt 2003.Til baka

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is