Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Flóra Íslands

a - b - c - d - e - f - g - h - i - j - k - l - m - n - o - p - r - s - t - u - v - w - z
Latnesk heiti Íslensk heiti
Harrimanella hypnoides Mosalyng
Hieracium acidotoides Merkurfífill
Hieracium alpinum Fellafífill
Hieracium anglicum Tígulfífill
Hieracium aquiliforme Arinfífill
Hieracium arctocerinthe Tígulfífill
Hieracium arrostocephalum Ingimarsfífill
Hieracium cretatum Vallafífill
Hieracium demissum Skallafífill
Hieracium elegantiforme Glæsifífill
Hieracium holopleurum Runnafífill
Hieracium leucodetum Hærufífill
Hieracium lygistodon Heiðafífill
Hieracium macrocomum Brekkufífill
Hieracium magnidens Kvíslfífill
Hieracium microdon Holtafífill
Hieracium phrixoclonum Kögurfífill
Hieracium pullicalicitum Skeggfífill
Hieracium rubrimaculatum Flikrufífill
Hieracium stictophyllum Blettafífill
Hieracium stoedvarense Stöðvarfífill
Hieracium stroemfeltii Vinafífill
Hieracium thaectolepium Hlíðafífill
Hieracium thulense Skrautfífill
Hierochloë odorata Reyrgresi
Hippuris tetraphylla Strandlófótur
Hippuris vulgaris Lófótur
Holcus lanatus Loðgresi
Honkenya peploides ssp. diffusa Fjöruarfi (Smeðjukál)
Huperzia selago Skollafingur
Hydrocotyle vulgaris Vatnsnafli
Hymenophyllum wilsonii Mosaburkni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is