Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Flóra Íslands

a - b - c - d - e - f - g - h - i - j - k - l - m - n - o - p - r - s - t - u - v - w - z
Latnesk heiti Íslensk heiti
Ranunculus acris Brennisóley (Túnsóley, Sóley)
Ranunculus acris ssp. pumilus
Ranunculus auricomus Sifjarsóley
Ranunculus hyperboreus Trefjasóley (Sefbrúđa)
Ranunculus pygmaeus Dvergsóley
Ranunculus repens Skriđsóley
Ranunculus reptans Liđaskriđsóley (Flagasóley)
Rhinanthus minor Lokasjóđur
Rhinanthus minor ssp. groenlandicus Eggjasjóđur
Rhodiola rosea Burnirót (Svćfla, Blóđrót)
Ribes rubrum Rifsber
Rorippa islandica Kattarjurt
Rosa dumalis Glitrós
Rosa pimpinellifolia Ţyrnirós
Rubus saxatilis Hrútaber (Hrútaberjaklungur)
Rumex acetosa Túnsúra
Rumex acetosa ssp. islandicus Vallarsúra
Rumex acetosella ssp. arenicola Hundasúra
Rumex acetosella var. tenuifolius Smásúra
Rumex longifolius Njóli (Heimula, Heimulunjóli)
Ruppia maritima Lónajurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is