Ţuríđur Guđmundsdóttir - Rćtur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Campanula rotundifolia
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   rotundifolia
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl.: 163. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bláklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti   Campanula racemosa (Krasan) Witasek Campanula rotundifolia subsp. rotundifolia Campanula rotundifolia subsp. rotundifolia Campanula carnica var. racemosa Krasan Campanula rotundifolia var. linearifolia (Dumort.) Hayek Campanula alaskana (A. Gray) W. Wight ex J.P. Anders. Campanula dubia A. DC. Campanula heterodoxa Bong. Campanula intercedens Witasek Campanula petiolata A. DC.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í margs konar gróđurfélögum, einkum ţar sem sólar nýtur t.d. í móum, grasbölum, brekkum en finnst einnig í skóglendi.
     
Blómlitur   Purpurablár (stundum hvít)
     
Blómgunartími   Júlí-ág.(sept.)
     
Hćđ   0.15-0.40 m
     
 
Bláklukka
Vaxtarlag   Yfirleitt vaxa nokkrir grannir, uppsveigđir stönglar upp af jarđstöngli, sem endar í blómfáum klösum. Stönglar blöđóttir, einkum neđan til, 15-40 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin hárlaus, stofnblöđin stilklöng međ hjartalaga, nýrlaga eđa nćr kringlótta blöđku, ýmist gróftennt eđa nćrri heilrend. Ofar verđa blöđin oddbaugótt, síđan lensulaga eđa striklaga, ţau efstu heilrend. Blómin eru oftast eitt til tvö á stöngli, en stundum fleiri. Krónan klukkulaga, 2-3 sm á lengd, međ 5 odddregnum sepum ađ framan. Bikarinn hárlaus, klofinn 2/3 niđur, bikarfliparnir striklaga, um eđa tćpur sm á lengd. Frćflar fimm. Ein frćva međ ţrjú frćni. Krónublöđin eru samvaxin. Krónan lútir eftir ţví sem hún ţroskast og ver ţannig frćfla og frćvu gegn regni. Oft nćr ađeins toppblómiđ ađ ţroskast. Frjóhnapparnir mynda lokađa pípu umhverfis frćvu, og ţroskast á undan henni. Ţegar frćvan vex upp síđar, ţrengir hún sér sem kólfur upp gegnum frćflaröriđ og ţrýstir frjókornunum úr frjóhnöppunum. Skordýr, sem snerta óţroskađa frćvu, atast frjókornum og bera ţau í önnur blóm, ţar sem frćvur eru fullţroskađar. Blómgast í júlí-ágúst. Hvítt afbrigđi á stöku stađ, t.d. á suđurlandi í Suđursveit (sbr. myndir). Lík/líkar: Fjallabláklukka er nokkuđ áţekk en ţó auđţekkt frá bláklukku ţar sem hún er mun minni, međ hćrđan bikar og kringlóttu stofnblöđin vantar auk ţess sem hún vex yfirleitt mun hćrra til fjalla.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla   ?Rćtur eru ćtar og fremur sćtar á bragđiđ. Hefur veriđ notuđ til litunar. Fingurbjörg er gamalt íslenskt nafn á tegundinni?. (Ág. H.)
     
     
Útbreiđsla   Algeng á Austurlandi frá Ţistilfirđi suđur á Síđu. Annars stađar ađeins sem slćđingur á smáblettum. Hefur dreifst víđa međ plöntum frá Hallormsstađ. Hún er mest á láglendi, en fer ţó einnig allhátt upp eftir fjöllum, finnst stundum uppi í 500 m hćđ eđa hćrra (hćstu fundarstađir hennar eru Teitutindur í Mjóafirđi 1000 m, Herfell í Lođmundarfirđi 900 m, og í suđurhlíđum Háaxlareggja í Stöđvarfirđi í 850 m hćđ (Hjörleifur Guttormsson)). (H.Kr.) Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Pólhverf; N Ameríka, Kanada, Evrópa, Asía
     
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Bláklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is