Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Carex nardina
Ćttkvísl   Carex
     
Nafn   nardina
     
Höfundur   Fries, Novit. Fl. Suec. Mant. 2: 55. 1839.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Finnungsstör
     
Ćtt   Cyperaceae (Stararćtt)
     
Samheiti   Carex elyniformis A. E. Porsild; C. hepburnii Boott; C. nardina var. atriceps Kükenthal; C. nardina subsp. hepburnii (Boott) Á. Löve, D. Löve & B. M. Kapoor; C. nardina var. hepburnii (Boott) Kükenthal; C. stantonensis M. E. Jones
     
Lífsform   Fjölćr grasleitur einkímblöđungur
     
Kjörlendi   Vex á melum hátt til fjalla. Víđa á fjöllum á norđurlandi og á miđhálendinu. Mjög sjaldgćf eđa ófundin annars stađar.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.03 - 0.08 m
     
 
Vaxtarlag   Mjög smávaxin stör, 3-8 sm á hćđ og vex í ţéttum, hörđum toppum og ţúfum, oft allstórum. Stráin slétt og nćrri ţví sívöl, bein eđa ađeins bogsveigđ, oft styttri en blöđin.
     
Lýsing   Blöđin ţráđmjó, sívöl neđan til og grópuđ, flest meira eđa minna bogsveigđ, ţrístrend í endann, oft á hćđ viđ eđa hćrri en axiđ. Oftast međ einu, stuttu axi, sjaldnar tveim. Axiđ egglaga, brúnt međ ţrem til fimm karlblómum efst og ţrem til sjö kvenblómum neđantil Frćnin tvö. Axhlífar ljósbrúnar - dökkbrúnar, himnukenndar. Hulstrin ljósbrún, upprétt og mjókka jafnt upp í trjónu, egglaga, gistauga og dálítiđ snörp á röndunum, sljóţrístrend, lengri og miklu mjórri en axhlífarnar. Oft er töluvert af visnuđum blöđum og sprotum í ţúfunum. Blómgast í júlí. 2n = 68, 70. LÍK/LÍKAR: Engar, minnir óblómguđ á smávaxiđ ţursaskegg en er auđţekkt í blóma.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357352
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćf, finnst á háfjöllum viđ Eyjafjörđ og á hálendinu norđan Vatnajökuls og Hofsjökuls. Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Grćnland, N Ameríka, Evrópa, Asía.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is