Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Coeloglossum viride
Ćttkvísl   Coeloglossum
     
Nafn   viride
     
Höfundur   (L.) Hartman, Handb. Skand. Fl. (ed. 1) : 329 (1820)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Barnarót
     
Ćtt   Orchidaceae (Brönugrasaćtt)
     
Samheiti   Coeloglossum purpureum Schur Habenaria viridis (L.) R. Br. Orchis viridis L. Peristylus viridis Lindl.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í lyngmóum, hvömmum, gilbollum, móum og kjarrlendi, algengari til fjalla en á láglendi.
     
Blómlitur   Gulgrćnn
     
Blómgunartími   Júní-júlí (ág.)
     
Hćđ   0.12-0.25 m
     
 
Barnarót
Vaxtarlag   Forđarćturnar djúpt handskiptar, rótgreinar gildar og hnöllóttar ofan til. Stönglar međ 3-5 blágrćnum blöđum, uppréttir og hárlausir, 12-25 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin bogstrengjótt, efstu stöngulblöđin mjólensulaga en hin neđri breiđari, oddbaugótt eđa öfugegglaga, yfirleitt breiđust viđ miđju, 1,5-2 sm í ţvermál og silfurgljáandi á neđra borđi. Blómin yfirsćtin, í nokkuđ ţéttum endastćđum klasa á stöngulendum. Stođblöđin grćn, jafnlöng og blómin. Öll fimm blómhlífarblöđin, ađ vörinni undantekinni, verđa í sameiningu ađ hvelfdri hjálmkrónu. Ytri blómhlífarblöđin ţrjú, egglaga, rauđbrún eđa fjólublámenguđ, 4-6 mm löng og 2-3 mm breiđ. Tvö innri blómhlífarblöđin vísa upp, 1 mm á breidd, snubbótt í endann, en eitt blađiđ (vörin) vísar niđur, 7-8 mm langt, ţríflipađ í endann og er miđflipinn stystur. Frćvan er undir blómhlífinni, aflöng og snúin. Aldin međ fjölmörgum, örsmáum frćjum. Sporinn mjög stuttur og víđur, oft međ dálítilli laut í botninn. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Friggjargras & hjóna¬gras. Barnarótin ţekkist frá ţeim á ţví ađ neđri vörin vísar niđur og blómin eru rauđbrún.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norđurhvel (
     
Barnarót
Barnarót
Barnarót
Barnarót
Barnarót
Barnarót
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is