Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Equisetum pratense
Ćttkvísl   Equisetum
     
Nafn   pratense
     
Höfundur   Ehrh., Hannover. Mag. 9: 138 (1784)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vallelfting
     
Ćtt   Equisetaceae (Elftingarćtt)
     
Samheiti   Allostelites pratense (Ehrh.) Börner Equisetum drummondii Hook. Equisetum umbrosum G. Mey. ex Willd.
     
Lífsform   Fjölćr gróplanta
     
Kjörlendi   Vex í ţurru mólendi og valllendi en myndar einnig undirgróđur í kjarri og skógum. Algeng um land allt.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   0.10-0.25 m
     
 
Vallelfting
Vaxtarlag   Djúplćgir, víđskriđulir, greindir jarđstönglar. Ofanjarđarstönglarnir liđskiptir, sívalir, gáróttir, međ liđskiptum, kransstćđum greinum.
     
Lýsing   Gróbćru stönglarnir myndast snemma, nokkurn veginn samtímis ţeim grólausu, móleitir og greinalausir fyrst, en grćnka eftir gróţroska og greinast einkum ofan til. Gróöx um 1-2 sm á lengd og gróbćrir stönglar um 8-10 sm á hćđ og 4 mm í ţvermál, ljósmóbrúnir. Gróstönglaslíđrin trektlaga, blá- eđa grágrćn. Grólausu stönglarnir 2-3 mm í ţvermál, grágrćnir, sívalir, liđskiptir, gárađir og fínnöbbóttir, međ liđskiptum, ţrístrendum, kransstćđum greinum, 15-25 sm á hćđ. Tennt slíđur viđ hvern liđ, slíđurtennur 10-16, međ breiđum, hvítum himnufaldi, svartar í miđju. Slíđriđ grćnt undir tönnunum. Greinarnar einnig 10-16 í kransi, láréttar eđa lítiđ eitt niđursveigđar, skarpţrístrendar, ógreindar, oftast ţrjár slíđurtennur á greinunum. Neđsti liđur greinanna styttri en stöngulslíđriđ, sé skođađ um miđjan stöngulinn eđa neđar. LÍK/LÍKAR: Klóelfting. Klóelftingin er međ grófari og meira uppvísandi greinar en vallelftingin. Lengdarhlutfall neđsta greinliđar og stöngulslíđurs er einnig gott til ađgreiningar sé ţađ skođađ á miđjum stöngli.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Líklegt er ađ tegundinni sé oft ruglađ saman viđ klóelftingu, enda var verkun ţeirra talin lík". (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Algeng um allt land nema á miđhálendinu og hátt til fjalla. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, temp. beltiđ; Evrópa, N Ameríka, M & N Asía
     
Vallelfting
Vallelfting
Vallelfting
Vallelfting
Vallelfting
Vallelfting
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is