Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Euphrasia frigida
Ættkvísl   Euphrasia
     
Nafn   frigida
     
Höfundur   Pugsley, J. Linn. Soc., Bot. 58 : 490 (1930)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Augnfró
     
Ætt   Scrophulariaceae (Grímublómaætt)
     
Samheiti   Euphrasia minima subsp. frigida (Pugsley) Hartl
     
Lífsform   Einær hálfsníkill
     
Kjörlendi   Vex í þurrum jarðvegi á bökkum, mögru graslendi og flögum.
     
Blómlitur   neðri vör hvít m gulum blett, sú efri blá
     
Blómgunartími   Júlí-ág.
     
Hæð   0.03-0.15 (-0.25) m
     
 
Augnfró
Vaxtarlag   Nokkuð breytileg, einær jurt, með granna og upprétta stöngla, sem eru ýmist ógreindir eða nokkuð marggreindir, meira eða minna hærðir. Neðstu stöngulliðirnir langir en hinir efri stuttir. Blómskipunin þéttblöðótt. Yfirleitt smávaxin, 3-15sm á hæð en getur orðið allt að 25 sm á hæð við bestu aðstæður.
     
Lýsing   Blöðin gagnstæð eða sum stakstæð, broddhærð, lensulaga, egglaga eða öfugegglaga, gróftennt með útstæðum tönnum og oft nokkuð blámenguð. Stoðblöðin kringlótt, með fleyglaga grunni og djúpum, hvössum tönnum. Blómskipun hefst við 2-3 neðsta blaðpar. Varablómin marglit, neðri vörin hvít með gulum bletti, efri vörin bláleit. Krónan einsamhverf, pípulaga neðan til, varaskipt efst, 4-7 mm á lengd. Bikarinn hærður, grænleitur með dökkum jöðrum og taugum. V-laga broddyddir bikarflipar. Fjórir fræflar með purpurasvörtum frjóhirslum. Ein tvíblaða fræva sem verður að aflöngu hýðisaldini við þroska. Hýði stór, aflöng, greinilega sýld, greinilega leggjuð og álíka löng og bikarinn. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Kirtilaugnfró sem líkist augnfró, en blóm hennar eru stærri nær alveg fjólublá, bikarar og efstu laufblöð nær eingöngu kirtilhærð.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Sagt er, að jurtin hafi samandragandi, barkandi og styrkjandi kraft, sé magastyrkjandi og eyði slími. Annars er plantan einkum þekkt fyrir, hve gott er að leggja volgt seyði af henni á vot og svíðandi augu. Sníkir af öðrum tegundum með því að festa hárfínar sogvörtur á rótum við rætur annarra tegunda. Getur þó sjálf framleitt eigin fæðu með ljóstillífun, svo að hún er aðeins hálfsníkill." (Ág. H.)
     
     
Útbreiðsla   Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, arktísk; N Ameríka, Evrópa, Asía
     
Augnfró
Augnfró
Augnfró
Augnfró
Augnfró
Augnfró
Augnfró
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is