Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Silene uniflora
Ættkvísl   Silene
     
Nafn   uniflora
     
Höfundur   Roth, Ann. Bot. (Usteri) 10: 46. 1794.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Holurt
     
Ætt   Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
     
Samheiti   Cucubalus alpinus Lam. Oberna alpina (Lam.) Ikonn. Oberna uniflora (Roth) Ikonn. Silene maritima With. Silene inflata subsp. maritima (With.) Cajander Silene maritima subsp. alpina (Lam.) Nyman Silene vulgaris subsp. maritima (With.) Á. Löve & D. Löve
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex á melum og söndum. Algeng um allt land þar sem malarborinn jarðvegur eða vikur er fyrir hendi, ekki síst á öræfunum.
     
Blómlitur   Hvítur (gulhvítur)
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.10-0.30 m
     
 
Holurt
Vaxtarlag   Fjölær planta með mörgum greinóttum, uppsveigðum eða jarðlægum stönglum, sem vaxa upp af sömu rót, 10-30 sm á hæð. Öll er plantan hárlaus.
     
Lýsing   Laufblöðin gagnstæð, kjötkennd, lensulaga eða mjóoddbaugótt, heilrend, lensulaga, 1-2 sm á lengd. Blómin fimmdeild, stór, fá saman eða stök á stöngulendum. Krónan hvít, um 2 sm í þvermál. Krónublöðin 1,5-2,5 sm á lengd, klofin í oddinn og þá talað um að krónublöð séu sýld. Bikarinn um 1,5 sm á lengd, oftast fimmtenntur, uppblásinn og samblaða, klukkulaga, bleikfjólublár með dekkra æðaneti. Í hverju blómi eru 10 fræflar og ein fræva. Fræflar með dökkum frjóhirslum og fræva með fjórum til sex stílum. Hýðið hnöttótt, fremur dökkt, egg- eða hjartalaga. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar, auðþekkt á útblásnum bikar.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Rótina má mala og nota sem mjöl. Með blómunum var kláði læknaður. M. a. vegna þess að tegundin er algeng, vex þar sem ettir henni er tekið og hefur sérkennilegan uppblásinn bikar, eru til á henni mörg nöfn. Af þeim má nefna: Blöðrujurt, fálkapungur, flugnapungur, galtarpungur, melapungur, prestapungur og pungagras. Nafnið hjartagras er dregið af lögun aldina en laxerarfi af örvandi niðurgangsverkun plöntunnar. Börn kalla hana oft flugnabú eða flugublóm, af því að flugur álpast niður í belgvíðan bikarinn. Útbreiddur misskilningur er að plantan sé flugnaæta." (Ág.H.)
     
     
Útbreiðsla   Algeng um mestallt landið. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Nýja Sjáland, Rússland, N Ameríka.
     
Holurt
Holurt
Holurt
Holurt
Holurt
Holurt
Holurt
Holurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is