Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Stellaria media
Ættkvísl   Stellaria
     
Nafn   media
     
Höfundur   (L.) Vill., Hist. Pl. Dauphiné 3: 415. 1789.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Haugarfi
     
Ætt   Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt)
     
Samheiti   Basionym: Alsine media L. Synonym(s): Alsine media L.; Stellaria media subsp. eliezeri (Eig) Zohary;
     
Lífsform   Einær jurt
     
Kjörlendi   Vex við hús og bæi, í fuglabjörgum og víðar þar sem nógur áburður er. Berst viða með búfjáráburði, t.d. í garða. Algeng um land allt.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Maí-sept.
     
Hæð   0.05-0.20 m
     
 
Haugarfi
Vaxtarlag   Einær, ljósgræn, safamikil jurt, 5-20 sm á hæð. Stönglar blöðóttir, marggreindir, ýmist jarðlægir eða uppsveigðir og með tveim hárabeltum eftir endilöngu.
     
Lýsing   Blöðin eru gagnstæð, hárlaus, breiðegglaga, lin og safarík, 5-30 mm á lengd. Blaðstilkar oftast randhærðir. Blómin hvít, fimmdeild á löngum blómleggjum. Krónublöðin oftast styttri en bikarblöðin, klofin nær niðurúr, svo að þau sýnast vera tíu. Bikarblöðin græn, með glærum himnufaldi, egglensulaga, 4-6 mm á lengd. Fræflar 10 og ein fræva með þrískiptu fræni. Blómgast í maí-sept. LÍK/LÍKAR: Stjörnuarfi. Haugarfinn þekkist best á stuttum krónublöðum og breiðum laufblöðin miðað við lengd.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Sagt er að haugarfi vaxi alls staðar þar sem hvíti maðurinn hefur stigið fæti. Plantan þótti kælandi, mýkjandi og græðandi. Seyði af ferskum arfa var talið mýkja hægðir. Það eyðir og iðrabólgum, græðir sár í lungum og örvar matarlyst. Ekki skal drekka meira en tvo bolla á dag og hæfilegt þykir að nota um 5 g af ferskri jurtinni í einn bolla af vatni. Líka má eta arfann hráan. Giktveikum mönnum fannst gott að leggjast í arfabeðju, enda talinn stilla hita og verk í bólgum og eyða þeim. Nýr fiskur geymist vel í haugarfa. Lita má dökkblátt eða fjólublátt með haugarfa, brúnspæni og álúni. Einnig nefndur taðarfi." (Ág.H.)
     
     
Útbreiðsla   Algengur um land allt nema óvíða á Miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Mjög útbreiddur, vex meira og minna um allan heim en þó ekki í eyðimörkunum.
     
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Haugarfi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is