Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Trifolium repens
Ćttkvísl   Trifolium
     
Nafn   repens
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 767 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
     
Ćtt   Fabaceae (Ertublómaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í ýmiss konar valllendi, túnum, giljum og á melum og er víđa í vegköntum.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-ágúst
     
Hćđ   0.10-0.15 m
     
 
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Vaxtarlag   Blađ- og blómstönglar sveigjast upp af jarđlćgum, skriđulum, óholum jarđstönglum sem rćtir sig viđ stöngulliđina. Stönglar oft greindir neđan til, blómleggir uppréttir eđa uppsveigđir og geta orđiđ 10-15 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin ţrífingruđ, á 5-10 sm löngum og oft sveigđu stilkum upp af láréttum jarđstönglinum. Smáblöđin mjög stilkstutt, öfugegglaga eđa öfughjartalaga, oftast fínlega skarptennt, og eru einkum ćđastrengirnir oddhvassir og mynda tennur sem standa út fyrir blađröndina. Smáblöđin venjulega međ ljósri, odd- eđa bogadreginni rönd ţvert yfir blađiđ. Axlablöđin samvaxin, himnukennd. Ađ kveldi, ţegar skyggja tekur falla blöđin saman eins og á öđrum smárategundum. Taliđ er ađ ţađ sé til ađ draga úr varmaútgeislun yfir nóttina. Blómin fimmdeild, mörg saman í ţéttum, nćr hnöttóttum, endastćđum kollum á löngum stilkum, blómstilkar ávallt lengri en blađstilkar. Neđstu blómin springa út fyrst og ţau efstu síđast. Kollurinn 1,5-2,5 sm í ţvermál, alltaf efst á uppréttum hliđarstöngli. Blómin samhverf, heilkrýnd og stuttstilkuđ. Krónan hvítleit, 8-10 mm á lengd, krónublöđin samvaxin neđan til. Bikarinn um helmingi styttri en króna, ljós međ dökkgrćnum taugum, klofinn tćplega ađ miđju og lítt eđa ekki hćrđur. Bikarfliparnir oddmjóir, himnurendir, einkum í greipunum. Frćflar 10, huldir af krónunni. Frćvan ein. Viđ aldinţroskunina falla krónublöđin ekki af og ţví verđur blómkollurinn smám saman brúnn og brúnni eftir ţví sem aldin ţroskast. Aldin hnotkenndir litlir belgir, hver međ 3-4 frćjum. Skordýrafrćvun. Blómgast í júní-ágúst. LÍK/LÍKAR: Túnsmári (Trifolium hybridum) líkist hvítsmára, en hann er allur stćrri og međ uppréttari hola, stöngla og blóm sem eru hvít í fyrstu en verđa rauđbleikleitari međ aldrinum og mjög ilmsterk. Smáblöđin eru aldrei öfughjartalaga heldur sporbaugótt og enginn blettur á ţeim. Belgurinn međ 2 frćjum. Hann hefur einnig veriđ nefndur alsikrusmári í eldri flórum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Te af blöđum ţótti gott viđ bólgu, brjóstveiki, gulu og einkum ígerđum. Grauta af blöđum og blómum var taliđ gott ađ leggja viđ bólgur. Sé rótin skorin smátt og seydd í mjólk, er hún besti matur."
     
     
Útbreiđsla   Útbreiddur um land allt, a.m.k. á láglendi nema fremur fátíđur í sumum sveitum Vestfjarđa og Norđausturlands. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Afríka, V og M Asía og auk ţess víđa ílendur í temprađa beltinu.
     
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Hvítsmári (Smári, Sápublóm, Hrútafífill)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is