Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Veronica alpina
Ćttkvísl   Veronica
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 11 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjalladepla
     
Ćtt   Scrophulariaceae (Grímublómaćtt)
     
Samheiti   Veronica pumila All.
     
Lífsform   Fjölćr jurt (eiginlega sígrćn)
     
Kjörlendi   Vex í rökum jarđvegi einkum viđ lćki og dý til fjalla, í snjódćldum, skriđum og lćkjardrögum.
     
Blómlitur   Dökkblár
     
Blómgunartími   Júní-júlí (ágúst)
     
Hćđ   0.05-0.20 m
     
 
Fjalladepla
Vaxtarlag   Uppréttir eđa uppsveigđir, hárlausir eđa gishćrđir, blöđóttir, ógreindir stönglar, 5-20 sm á hćđ. Yfirleitt nokkrir sprotar saman af sama jarđstöngli.
     
Lýsing   Blöđin gagnstćđ, stilklaus eđa stilkstutt, oddbaugótt eđa öfugegglaga, randhćrđ neđan til, ofurlítiđ sljótennt. Blómin dökkblá, fremur smá, leggstutt, í stuttum klasa á stöngulenda, 3-5 mm í ţm. Krónublöđin misstór. Bikarblöđin dökk-blágrćn eđa svarblá, međ grófum, hvítum randhárum. Frćflar tveir, ein frćva međ einum stíl. Aldin 4-6 mm á lengd, oftast hárlaus, sýld í endann og međ örstuttum (1 mm) stílum. Blómgast í júní-júlí. 2n=18. LÍK/LÍKAR: Maríuvendlingur. Hann er ţó auđţekktur frá fjalladeplu á ţví, ađ hann er alveg hárlaus.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng til fjalla, en vantar oft á láglendi (t.d. á Suđurlandi). Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka.
     
Fjalladepla
Fjalladepla
Fjalladepla
Fjalladepla
Fjalladepla
Fjalladepla
Fjalladepla
Fjalladepla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is