Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Penstemon glaber
Ćttkvísl   Penstemon
     
Nafn   glaber
     
Höfundur   Pursh
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gljágríma
     
Ćtt   Grímublómaćtt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Djúpblár til indígóblár, fölblár til hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hćđ   50-65 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Fjölćr jurt međ greinóttan trékenndan stöngulstofn, stönglar 50-65 sm háir, einn eđa margir, uppréttir, hárlausir. Grunnlauf lensulaga eđa öfugegglaga, minni en stöngullaufin eđa engin. Stöngullauf 3-12 x 1-3 sm, bandlensulaga til öfugegglaga, legglaus, til breiđgreipfćtt.
     
Lýsing   Blómskipunin lík klasa, samţjöppuđ, hliđsveigđ, 10-25 sm. Bikar 2-4 mm, flipar egglaga, breiđ-kringluleitir til stutt-oddregnir í oddinn. jađrar međ breiđan himifald og trosnađir. Króna 2,5-3,5 sm, bakhluti djúpblár til indigóblár sjaldan bleikur, framhluti fölblár til hvítur, međ brúnrauđ hunangsbletti innan, hárlaus innan, gin í međalagi útflatt, flipar á efri vör framstćđir, flipar á neđri vör útstćđir til aftursveigđ. Gervifrćflar ná ekki fram úr gininu eđa ađeins lítiđ eitt, oddur hárlaus eđa lítiđ eitt föl gulhćrđ. Aldin 10-15 mm.
     
Heimkynni   N Ameríka (Wyoming).
     
Jarđvegur   Međalfrjór, vel framrćstur, međalvökvun.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ.
     
Reynsla   Er ekki í Lystigarđinum 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is