Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Crataegus crus-galli
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   crus-galli
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sporaþyrnir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða lítið tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   3-5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sporaþyrnir
Vaxtarlag   Krónan mjög útbreidd, með flatan topp, greinar oft láréttar, þyrnar stinnir, 3-8 sm í fyrstu, seinna allt að 15 sm langir og greinóttir.
     
Lýsing   Lauf 2,5-10 × 1- 3 sm, öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, heilrend, bogadregin í oddinn eða snöggydd, tennt, hjartalaga, dökk glansandi-græn, hárlaus ofan og neðan, verða appelsínurauð að haustinu. Blómin 1,5 sm í þvermál í hárlausum hálfsveipum, 5-7 sm, fræflar 10, frjóhnappar bleikir, stílar 2. Aldin 1 sm, hálfkúlulaga, djúprauð, langæ, standa fram á næsta vor á trénu.
     
Heimkynni   A N Ameríka
     
Jarðvegur   Meðalrakur, vel framræstur, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, sem stakstæð tré, í þyrpingar, í runnabeð.
     
Reynsla   Meðalharðgert tré, þolir vel klippingu, fallegir appelsínurauðgulir haustlitir. Lítt reyndur, var sáð í Lystigarðinum 1994 og var stuttan tíma í sólreit, var líka sáð 1991 og var gróðursett í uppeldisbeð, lifði skamman tíma.
     
Yrki og undirteg.   Nokkrar undirtegundir og yrki í ræktun erlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Sporaþyrnir
Sporaþyrnir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is