Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Petrorhagia saxifraga
Ættkvísl   Petrorhagia
     
Nafn   saxifraga
     
Höfundur   (L.) Link.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bergnellika
     
Ætt   Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, bleikur.
     
Blómgunartími   September.
     
Hæð   - 40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, næstum hárlaus, myndar breiður og verður allt að 40 sm há. Laufin bandlaga, með kjöl.
     
Lýsing   Blómskipunin strjálblóma skúfur. Utanbikarblöð 4, himnukennd, hálf lengd bikarsins. Bikar 3-6 mm, með 5 græna kanta. Bikarblöð 5-10 mm, fölbleik með djúpbleikari æðar, með skörðótta krónutungu og stutta nögl.
     
Heimkynni   S og M Evrópa.
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum 2015.
     
Yrki og undirteg.   Yrkið 'Alba' er með hvít blóm, 'Alba Plena' er með hvít, ofkrýnd blóm, 'Lady Mary' er allt að 8 sm hátt yrki, blómin ofkrýnd, mjúkbleik, 'Pleniflora Rosea' er lágvaxin, blómin ofkrýnd, bleik, 'Rosea' blómin ljósbleik, 'Rosette' þéttvaxnari blómin fyllt, bleik.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is