Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Doronicum turkestanicum
Ćttkvísl   Doronicum
     
Nafn   turkestanicum
     
Höfundur   Cavill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ćtt   Körfublómaćtt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulleitur-dökkgulur.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hćđ   25-80 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Jarđstönglar láréttir til skástćđir, um 1 sm í ţvermál.
     
Lýsing   Stönglar stakir, uppréttir, rákóttir, grćnir, 25-80 sm háir, ógreindir međ strjál, sívöl kirtilhár, stundum nćstum hárlaus neđantil. Laufin hárlaus bćđi ofan og neđan eđa međ ögn af hárum á efra borđi og laufjöđrunum, heilrend eđa fíntennt, tennurnar fáar, laufin mjókka ađ grunni. Grunnlauf hafa visnađ ţegar blómin koma eđa eru enn lifandi, öfugegglaga-spađalaga eđa hálfkringlótt, 4-11 x 4-6,5 sm, mjókka snögglega eđa smám saman í lauflegg međ vćng, 4-20(-15) sm. Stöngullauf 4-6, aflöng-egglaga eđa aflöng, sjaldan egglaga, 3-11 x 1,5-4 sm, legglaus eđa međ stuttan legg međ vćng, hálfgreipfćtt. Efri laufin smćrri, egglag eđa egglaga-lensulaga, sjaldan band-lensulag. Körfur stakar međ geislablóm 5-6 sm í ţvermál. Reifarnar hvolflaga, (2-)2,5-3 sm í ţvermál. Ytri reifablöđ lensulaga eđa lensulaga-bandlaga, 12-17 x (1,5-)1,8-2 mm, innri reifablöđin bandlaga, 1-1,5 mm breiđ, öll reifablöđin lítt eđa ţétt kirtilhćrđ á neđra borđi og jöđrum, međ langdreginn odd. Geislablómin gulleit, 1,8-3 sm, međ um 2,5 mm langa pípu, sem er ţétt kirtilhćrđ á ytra borđi. Blađkan 1,5-2 sm x 2-2,8 mm, 4- eđa 5-tauga, međ (2 eđa)3-tennt í oddinn. Hvirfilblóm 5,5-7 mm, krónan dökkgul, međ 2,5-3 mm pípu og klukkulaga krónutungu, flipar um 1 mm, frjóhnappar um 1,5 mm, heilrendir neđst, frjóţrćđir sívalir. Frćum/hnetum er hćgt ađ skipta í marga eins hluta, brún. Jađarfrćin slétt, 3-4 mm, svifhárakrans enginn. Frć í hvirfingarblómum 3-3,5 mm, hárlaus eđa međ ögn af ađlćgum smádúnhárum, svifhárakrans međ mörg sagtennt ţornhár, hvít, 3-3,5 mm.
     
Heimkynni   Kína, Kazakhstan, Mongólía, Síbería.
     
Jarđvegur   Frjór, međalrakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=250097645, Flora of China
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í beđ međ öđrum fjölćrum jurtum, sem undirgróđur.
     
Reynsla   Var sáđ í Lystigarđinu 1996, ţrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is