Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Populus |
|
|
|
Nafn |
|
trichocarpa |
|
|
|
Höfundur |
|
Torr. & A. Gray. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Alaskaösp |
|
|
|
Ætt |
|
Víðiætt (Salicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Populus balsamifera subsp. trichocarpa (Torr. & Gray ex Hook.) Brayshaw |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemma vors. |
|
|
|
Hæð |
|
15-25 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hraðvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré allt að 35 m hátt í heimkynnum sínum, krónan gisin, mjó-pýramídalaga, breið-uppsveigð. Börkur sléttur, gulgrár.
Árssprotar ólífubrúnir, hárlausir til hærðir, ógreinilega ferstrendir, verða okkurgulgráir, sívalir. Brum 1-1,5 sm löng, mjó egglaga, langydd, kvoðug, hárlaus, mjó.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 8-25 sm, egglaga til tígullaga-aflöng, mjó-odddregin, grunnur bogadreginn til þverstýfður, leðurkennd, netæðótt, grunntennt, dökkgræn og hárlaus eða næstum hárlaus ofan, hvít eða fölbrún neðan. Laufleggir 3-6 sm langir. Karlreklar 3,5-6 sm, næstum legglausir, blóm með 30-60 fræfla, frjóhnappar fagurrauðir. Kvenreklar 6-15 sm eggleg hærð. Hýðið þrírýmt, hærð. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V N Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, sendinn (pH 6-7). |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, H.Kr. 2010 Íslenska plöntuhandbókin. |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, rætist auðveldlega. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í skjólbelti, í þyrpingar, stakstæð í stóra garða. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð, þurftamikil en fljótvaxin. Setur stundum rótarskot.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Nokkrir klónar hafa fengið sitt nafn hérlendis og er "Randi" sá sem er mest ræktaður á Akureyri. Talið að yfir 60% af öllum öspum í bænum tilheyri honum. "Kjölur" með bátlaga blöð var einnig til í garðinum og fleiri sem ekki eru nafngreindir. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Alaskaösp hefur verið gróðursett víða þar sem jarðvegur er frjór og rakur. Sáir sér einkum þar sem gróðursvörðurinn er flögóttur. |
|
|
|
|
|