Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Populus trichocarpa
Ættkvísl   Populus
     
Nafn   trichocarpa
     
Höfundur   Torr. & A. Gray.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Alaskaösp
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   Populus balsamifera subsp. trichocarpa (Torr. & Gray ex Hook.) Brayshaw
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Snemma vors.
     
Hæð   15-25 m
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta.
     
 
Alaskaösp
Vaxtarlag   Tré allt að 35 m hátt í heimkynnum sínum, krónan gisin, mjó-pýramídalaga, breið-uppsveigð. Börkur sléttur, gulgrár. Árssprotar ólífubrúnir, hárlausir til hærðir, ógreinilega ferstrendir, verða okkurgulgráir, sívalir. Brum 1-1,5 sm löng, mjó egglaga, langydd, kvoðug, hárlaus, mjó.
     
Lýsing   Lauf 8-25 sm, egglaga til tígullaga-aflöng, mjó-odddregin, grunnur bogadreginn til þverstýfður, leðurkennd, netæðótt, grunntennt, dökkgræn og hárlaus eða næstum hárlaus ofan, hvít eða fölbrún neðan. Laufleggir 3-6 sm langir. Karlreklar 3,5-6 sm, næstum legglausir, blóm með 30-60 fræfla, frjóhnappar fagurrauðir. Kvenreklar 6-15 sm eggleg hærð. Hýðið þrírýmt, hærð.
     
Heimkynni   V N Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, sendinn (pH 6-7).
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, H.Kr. 2010 Íslenska plöntuhandbókin.
     
Fjölgun   Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, rætist auðveldlega.
     
Notkun/nytjar   Í skjólbelti, í þyrpingar, stakstæð í stóra garða.
     
Reynsla   Harðgerð, þurftamikil en fljótvaxin. Setur stundum rótarskot.
     
Yrki og undirteg.   Nokkrir klónar hafa fengið sitt nafn hérlendis og er "Randi" sá sem er mest ræktaður á Akureyri. Talið að yfir 60% af öllum öspum í bænum tilheyri honum. "Kjölur" með bátlaga blöð var einnig til í garðinum og fleiri sem ekki eru nafngreindir.
     
Útbreiðsla   Alaskaösp hefur verið gróðursett víða þar sem jarðvegur er frjór og rakur. Sáir sér einkum þar sem gróðursvörðurinn er flögóttur.
     
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Alaskaösp
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is