Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Primula cockburniana
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   cockburniana
     
Höfundur   Hemsl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Iđunnarlykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Dökkappelsínugulur til tígulsteinsrauđur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hćđ   20-30 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Iđunnarlykill
Vaxtarlag   Fremur fíngerđ tegund, skammlíf, oftast tvíćr. Jarđstöngull grannur, venjulega međ eina áberandi blađhvirfingu.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 5-10(-12) x 1,6-4,8 sm, öfugegglaga, jarđlćg til upprétt, mjókka snögglega í vel afmarkađan lauflegg, ekki mélug, miđstrengur hvítur, jađrar smátenntir og reglulega tenntir. Blómstilkar lengri en lautin, grannir, hvítmélugir, ađ minnsta kosti á liđunum, 1-3 kransa, 3-8 blóma. Blóm á nokkuđ jafnlöngum, nćr láréttum blómleggjum, allt ađ 3 sm langir, grannir, mélugir. Bikar allt ađ 7 mm, bjöllulaga, silfurmélugur. Blóm ađ 1,5 sm í ţvermál, flöt skífa međ kraga, dökkappelsínugul til skarlatsrauđ. Krónupípa um ţađ bil 2 x lengri en bikarinn, mjó-sívöl. Flipar öfugegglaga, venjulega 2 x lengri en breiđir og heilrendir.
     
Heimkynni   SV Kína.
     
Jarđvegur   Frjór, rakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2, 12
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti, skipta ţarf plöntunni á 2-3 ára fresti til ađ hún lifi, sáning ađ hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í beđ.
     
Reynsla   Hefur ţrifist vel í garđinum en ţarf ađ endurnýja reglulega. Vex í rökum engjum og skógajöđrum í 2900-4200 m hćđ í heimkynnum sínum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Iđunnarlykill
Iđunnarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is