Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Primula |
|
|
|
Nafn |
|
waltonii |
|
|
|
Höfundur |
|
G. Watt. ex Balf. f. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Völvulykill |
|
|
|
Ætt |
|
Maríulykilsætt (Primulaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Jarðarberjableikur til vínrauður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
40-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stinnir uppréttir blómstönglar, laufin í stofnhvirfingum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufblaðkan um það bil 1,5 x 3 sm, öfugegglaga til oddbaugótt, jaðrar bylgjaðir til hvasstenntir og tennur vita fram á við, grunnur fleyglaga; ögn blágræn ofan, miðstrengur hvítleitur. Laufleggur stuttur eða jafnlangur blöðkunni með mjóa vængi, hvítleitir. Blómstönglar allt að 50 sm háir hjá ræktuðum plöntum með um 7-30 blómasveip af drúpandi blómum. Blómleggir allt að 7 sm, rjómalitir til mélugir, sterklegir. Bikar allt að 1 sm, bjöllulaga, mélugur en oft purpuralitur. Krónan allt að 2 sm breið, mjó- eða breiðtrektlaga, með ávaxtailm, jarðarberjableik til vínrauð og með rautt auga. Krónublöð mélug á efra borði, sjaldan rjómalit eða hvít, flipar heilir eða grunnsýldir. Fræhýði nær rétt fram úr bikarnum. Fræ allt að 1,2 mm, brún.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
NA Indland, Bútan, SV Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, frjór, rakaheldinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Engir. |
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori, sáning að hausti. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem undirgróður, í blómaengi, í fjölæringabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Afar harðgerð og auðræktuð tegund. Sáir sér töluvert, að minnsta kosti norðanlands og á það til að mynda blendinga með öðrum tegundum Harðgerðastur lyklanna og fer hærra upp í Himalajafjöllum en nokkur annar lykill. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Ýmis konar blendingar og litaafbrigði hafa komið upp við sjálfsáningu, blendingar með kínalykli algengir. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|