Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Primula waltonii
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   waltonii
     
Höfundur   G. Watt. ex Balf. f.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Völvulykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Jarðarberjableikur til vínrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   40-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Völvulykill
Vaxtarlag   Stinnir uppréttir blómstönglar, laufin í stofnhvirfingum.
     
Lýsing   Laufblaðkan um það bil 1,5 x 3 sm, öfugegglaga til oddbaugótt, jaðrar bylgjaðir til hvasstenntir og tennur vita fram á við, grunnur fleyglaga; ögn blágræn ofan, miðstrengur hvítleitur. Laufleggur stuttur eða jafnlangur blöðkunni með mjóa vængi, hvítleitir. Blómstönglar allt að 50 sm háir hjá ræktuðum plöntum með um 7-30 blómasveip af drúpandi blómum. Blómleggir allt að 7 sm, rjómalitir til mélugir, sterklegir. Bikar allt að 1 sm, bjöllulaga, mélugur en oft purpuralitur. Krónan allt að 2 sm breið, mjó- eða breiðtrektlaga, með ávaxtailm, jarðarberjableik til vínrauð og með rautt auga. Krónublöð mélug á efra borði, sjaldan rjómalit eða hvít, flipar heilir eða grunnsýldir. Fræhýði nær rétt fram úr bikarnum. Fræ allt að 1,2 mm, brún.
     
Heimkynni   NA Indland, Bútan, SV Kína.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting að vori, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í blómaengi, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Afar harðgerð og auðræktuð tegund. Sáir sér töluvert, að minnsta kosti norðanlands og á það til að mynda blendinga með öðrum tegundum Harðgerðastur lyklanna og fer hærra upp í Himalajafjöllum en nokkur annar lykill.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis konar blendingar og litaafbrigði hafa komið upp við sjálfsáningu, blendingar með kínalykli algengir.
     
Útbreiðsla  
     
Völvulykill
Völvulykill
Völvulykill
Völvulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is