Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Ranunculus asiaticus
Ættkvísl   Ranunculus
     
Nafn   asiaticus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Asíusóley
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, vorlaukur.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, bleikur, rauður, purpurablár, gulur.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   20-45 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hefur gildar forðarætur (vorlaukur sem þarf að forrækta inni), geymd í sandi á frostfríum stað yfir veturinn. Breytileg tegund.
     
Lýsing   Ytri grunnlaufin 3 skipt, hvert smáblað á stilk, nokkuð sepótt og tennt. Innri grunnlauf 2-3 skipt. Blómin fá til mörg, í ýmsum litum, 3-5 sm í þvermál, krónublöðin öfugegglaga, snubbótt, bikarblöðin útbreidd og sveigjast aftur með tímanum, frævlar purpurasvartir. Á kynbættum tegundum eru blómin yfirleitt fremur stór ofkrýnd (turban) eða hálfkrýnd (franskar) og blöðin tvisvar x þrískipt.
     
Heimkynni   SA Evrópa, SV Asía.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   9
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Planta með forðarótum sem fást í blómabúðum að vori.
     
Notkun/nytjar   Í gróðurhús, í garðskála, skýld skrautblómabeð.
     
Reynsla   Viðkvæm, mikið kynbætt tegund. Ekki til útiræktunar hérlendis en þolir þó að vera á sólríkasta og skýldasta stað í garðinum yfir hásumarið og lifir af milda vetur. Verður fallegust í gróðurhúsi eða garðskála.
     
Yrki og undirteg.   Mikill fjöldi yrkja í ræktun, t.d. 'Color Carnival' stór, kröftug, fyllt blóm í mörgum litum, 'Picotee', þétt, fyllt stór blóm, margir litir, 'Pot Dwarf' hálffyllt og fyllt í bleikum litum, mjög stór blóm og mörg fleiri mætti nefna.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is