Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Rheum palmatum
Ættkvísl   Rheum
     
Nafn   palmatum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skrautsúra
     
Ætt   Súruætt (Polygonaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Djúprauður.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   100-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Skrautsúra
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 150 sm há.
     
Lýsing   Laufin 50-90 x 50-70 sm, næstum kringlótt, handflipótt, fliparnir egglaga til lensulaga, hjartalaga við grunninn, með 3-5 æðar, með gróf hár á æðunum á neðra borði, jaðrar heilrendir til gróftenntir, laufleggurinn næstum sívalur. Blómin í strjálblóma, dúnhærðum skúfum, djúprauð. Aldin 6-7 mm, með væng, aflöng, hjartalaga.
     
Heimkynni   NV Kína.
     
Jarðvegur   Djúpur, rakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð jurt, í bakgrunn í skrautblómabeði.
     
Reynsla   Harðgerð planta.
     
Yrki og undirteg.   Algeng afbrigði R. p. var. tanguticum; 'Atrosanguineum' og 'Bowles Variety' eru yrki sem vert er að prófa hérlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Skrautsúra
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is