Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Ribes glandulosum
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   glandulosum
     
Höfundur   Grauer ex Weber.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kirtilrifs
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti   Ribes ruizii Rehder
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Kaldir, rakir staðir.
     
Blómlitur   Gulhvítur.
     
Blómgunartími   Maí-Júní.
     
Hæð   Allt að 40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Kirtilrifs
Vaxtarlag   Kröftugur, lágvaxinn runni um 40 sm hár. greinar jarðlægar. Sprotarnir fara mjög snemma að vaxa, verða fljótt hárlausir. Útbreitt vaxtarlag, jarðlægir stönglar skjóta rótum, mjög fallegir rauðir haustlitir.
     
Lýsing   Lauf 3-8 sm, kringlótt, þunn, með 5-7 flipa, slétt ofan, dúnhærð neðan, einkum á æðastrengjunum, illa lyktandi. Blómskipunin í uppréttum klösum með 8-12 blómum, rauð-hvít, fín-dúnhærð. Ber 8 mm í þvermál, rauð, kirtilþornhærð. &
     
Heimkynni   Bandaríkin (til fjalla).
     
Jarðvegur   Frjór, vel framæstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1, 28
     
Fjölgun   Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sem þekjuplanta, í kanta, sem undirgróður, best í runnabeð, hentar ekki með fjölærum plöntum, þar sem þeir eiga ekki möguleika í samkeppninni við kirtilrifsið.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til plöntur sem sáð var til 1981 og 1984, kala ekkert, blómstra og mynda ber (2011). Kirtilrifs er gott sem þekjuplanta. Mjög harðgerð, bráðfalleg, auðræktuð planta.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Kirtilrifs
Kirtilrifs
Kirtilrifs
Kirtilrifs
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is