Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Ribes |
|
|
|
Nafn |
|
glandulosum |
|
|
|
Höfundur |
|
Grauer ex Weber. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Kirtilrifs |
|
|
|
Ætt |
|
Garðaberjaætt (Grossulariaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Ribes ruizii Rehder |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Kaldir, rakir staðir. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulhvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-Júní. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 40 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Kröftugur, lágvaxinn runni um 40 sm hár. greinar jarðlægar. Sprotarnir fara mjög snemma að vaxa, verða fljótt hárlausir. Útbreitt vaxtarlag, jarðlægir stönglar skjóta rótum, mjög fallegir rauðir haustlitir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 3-8 sm, kringlótt, þunn, með 5-7 flipa, slétt ofan, dúnhærð neðan, einkum á æðastrengjunum, illa lyktandi. Blómskipunin í uppréttum klösum með 8-12 blómum, rauð-hvít, fín-dúnhærð. Ber 8 mm í þvermál, rauð, kirtilþornhærð. & |
|
|
|
Heimkynni |
|
Bandaríkin (til fjalla). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framæstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 28 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, sveiggræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem þekjuplanta, í kanta, sem undirgróður, best í runnabeð, hentar ekki með fjölærum plöntum, þar sem þeir eiga ekki möguleika í samkeppninni við kirtilrifsið. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem sáð var til 1981 og 1984, kala ekkert, blómstra og mynda ber (2011). Kirtilrifs er gott sem þekjuplanta. Mjög harðgerð, bráðfalleg, auðræktuð planta. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|