Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.
Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Harrison's Yellow' |
|
|
|
Höf. |
|
Harison USA , (c. 1830) |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Geislarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa × harisonii Rivers, ‘Yellow Rose of Texas’. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hreingulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
150 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Rosa ‘Harison’s Yellow’ er blendingur R. foetida 'persiana'× R. pimpinellifolia L. sem kom fram í Bandaríkjunum hjá Harison 1830. Þessi R. foetida-blendingur er með hreingul blóm, blómstra einu sinni og ilmar lítð.
Uppréttur runni, stöku sinnum með rótarskot, verður 150 sm hár og um 130 sm breiður. Greinarnar 50-200 sm langar/háar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf sumargræn, grágrænt að lit, smálauf 5-9, oddbaugótt, kitrtilhærð á neðra borði, jaðrar með samsettar kirtiltennur. Engin stoðblöð. Blómin á stuttum leggjum í löngum röðum eftir greinunum. Blómsætið með þornhár. Blómin stök, á stuttum stilk, hálffyllt, 5-6 sm í þvermál, ilma lítið og eru með óþægilega lykt. Bikarblöð flipótt í endann, lítið eitt hærð á neðra borði, jaðrar með kirtla, upprétt og lengi á nýpunum. Krónublöðin hreingul. Laufið grágrænt. Hjúpar/nýpur næstum svartar, hliðflatar, með þornhár.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Fremur frjór, vel framræstur, meðal rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Með viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
H4, Z3 |
|
|
|
Heimildir |
|
Cullen, J. & al. The European Garden Flora, VI, Cambridge Univ. Press 1995,
Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber. København 1981,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
http://www.hesleberg.no,
www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,
davesgarden.com/guides/pf/go/64679/#b
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. Næstum ómögulegt er að láta græðlinga rætast segja sumar heimildir. Plöntunni er fjölgað með brumágræðsla á ágræðslurót. Mælt er með að gróðursetja ágræðslubrumið á um 15 sm dýpi og koma þannig í veg fyrir að ágræðslurótin myndi rótarskot. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga, skuggþolin segja aðrar heimilir.
Vex betur en R. foetida ‘Persian Yellow´ og þolir regn betur en hún og hentar því betur með ströndum fram. |
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa ‘Harison’s Yellow’ var til í Lystigarðinum, planta sem keypt var 1993, lifði til 1998. Önnur sem keypt var 1996 og gróðursett það ár, flutt í annað beð 2003. Hún þrífst vel og blómstrar mikið, lítið kal. Geislarósin þrífst vel í görðum á Akureyri. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
ADRAR UPPLÝSINGAR:
Saga ljóðsins ‘The Yellow Rose of Texas’ er frá 1830 og í frelsistríði þegar Texas var að brjótast undan Mexikó. |
|
|
|
|
|