Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Jens Munk' |
|
|
|
Höf. |
|
(Dr. Felicitas Svedja 1974) Kanada. |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Ígulrós, garðarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
150 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þetta er runnarós og Rosa rugosa blendingur (Schneezwerg' x 'F.D.Hastrup') og ein af svonefndum 'explorer' rósum. Runnarnir geta orðið 150-250 sm háir og um 100 sm breiðir, mynda þétt, litríkt, þyrnótt limgerði. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru ofkrýnd, með 5-10 krónublöð, bleik og oft með hvítar rákir. Ilma miðlungi mikið. Blómstrar mikið allt sumarið og kemur með eftirsóknarverðar, skærrauðar nýpur að haustinu. Laufið verður gul-appelsínugult að haustinu. Getur orðið hærri ef hún er ekki klippt.
Mjög harðgerð rós, er talin skuggþolin.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, hæfilega rakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Mikið þol gegn svartroti og mjölsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
Z2 |
|
|
|
Heimildir |
|
http://www.hesleberg.no,
http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/explorerroses.html,
www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm,
www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,
davesgarden.com/guides/pf/go/64692/#b |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sólríkur vaxtarstaður. Nægjusöm hvað varðar jarðveg. Tvær plöntur á m². Notuð ein sér, í runnabeð og limgerði.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa ‘Jens Munk' var keypt í Lystigarðinn frá 1996, plantað í beð sama ár, kelur lítið, flutt í annað beð 2003, vex vel og blómstrar t.d. 2008. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|