Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Rosa 'Maigold'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Maigold'
     
Höf.   (Reimer Kordes 1953) Þýskaland
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rosa ‘Maygold’.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur / bronsgulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   200 (300-400) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Poulsen`s Pink x Frühlingstag (eða 'McGredy's Wonder' x 'Fruhlingsgold'). Rosa ‘Maigold’ er oft kennd við R. pimpinellifolia og hún er mjög kröftug klifurrós. Runninn verður allt að 300-400 m hár og 250 m breiður með bogsveigðar, mjög þyrnóttar greinar.
     
Lýsing   Knúbbarnir eru rauðleitir á meðan þeir eru óútsprungnir. Blómin bollalaga, gul/bronsgul, hálffyllt með 20-40 krónublöð og dökkgula fræfla, ilmandi, ilma mikið og vel, lotublómstrandi. Blómstrar snemma eins og nafnið bendir til. Blómstra í rauninni mest fyrst og svo kemur blóm og blóm. Blóm í klösum. Laufin glansandi, geta verið viðkvæm fyrir svartroti. Ef dauðu blómin eru sniðin af getur runninn aftur myndað blóm sem springa út í september.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, hæfilega rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Ónæmur fyrir sjúkdómum.
     
Harka  
     
Heimildir   Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - Reykjavík Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København http://www.elkorose.com/ehwrmn.html http://www.hesleberg.no http://www.plantpress.com/plant-encyclopedia/plantdb.php?plant=2492 http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=4075 davesgarden.com/guides/pf/go/67301/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlinar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Þarf góðan jarðveg, en getur líka þrifist í mögrum jarðvegi. er talin skuggaþolin erlendis. Ein planta á m², þarf mikið rými. Notuð stök, nokkrar plöntur saman í beði, sem klifurrós á tígulgrind í stóra garða.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til planta af Rosa ‘Maigold’ frá 1997 og hefur verið í beði frá því ári, flutt í annað beð 2003, kelur mismikið, rétt lifði 2008, óx mikið 2009, engin blóm. Áður hafa verið til tvær plöntur frá 1991 og 1996 sem lifðu í um fjögur ár hvor.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is