Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Rosa 'Iceberg'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Iceberg'
     
Höf.   (Lambert 1901) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Schneewittchen (Kordes 1958).
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hreinhvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   Allt að 130 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Klifurrós og klasarós (floribunda), hæð allt að 130 sm og breidd allt að 110 sm. Þetta er líklega ein fínasta klasarósin sem komð hefur fram, hefur mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum. Mjög kröftug, upprétt í vextinum og með fínt, ljósgrænt lauf.
     
Lýsing   Blómknúbbar langyddir. Útsprungið blóm er á stærð við blóm terósa. Blómin eru í klösum, hreinhvít, vellyktandi, ilma lítið. Runninn er næstum þyrnalaus, nýpur smáar, hnöttóttar, appelsínugular, nokkrar saman í klasa. Þróttmikil planta, ;
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Hraust planta með mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum.
     
Harka   h7
     
Heimildir   Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974), http://www.hesleberg.no, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, myfolia.com/plants/157-rose-rosa/varieties/7910-iceberg
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eog vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður en talin skuggþolin, en hún blómstrar minna í skugga en þar sem sólin skín. Jarðvegur miðlungi næringarefnaríkur. Þrjár plöntur á m². Hún er notuð í beð, nokkrar saman í þyrpingar, í limgerði og til afskurðar.
     
Reynsla   Rosa ‘Iceberg’ hefur verið í Lystigarðinum, lifað nokkur ár. Ný planta var keypt 2007 og plantað í beð sunnan undir gróðurhúsið, blómstrar árlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Ruglið henni ekki saman við Kordes-rós með saman nafni, þ.e. Climbing Iceberg (Cant 1968) England.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is