Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Rosa 'Schneezwerg'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Schneezwerg'
     
Höf.   (P. Lambert 1912) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn   Ígulrós, garðarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rosa ‘Snow dwarf’.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   80-130 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Ígulrós, garðarós
Vaxtarlag   Ígulrósarblendingur, upprétt, stór og mikil runnarós. Foreldrar: R. rugosa Thunb. × R. multiflora. ‘Schneezwerg’ er ígulrósarblendingur (Rosa rugosa blendingur), upprétt, stór og mikil runnarós, allt að 150-200 sm há, – alls enginn dvergur eins og nafnið bendir til - runninn er breiðvaxinni, allt að 150 sm breiður, laufin fremur smá, hrukkótt, milligræn, líkjast ígulrósarblöðum. Greinarnar eru með marga þyrna. Lotublómstrandi.
     
Lýsing   Blómin flöt-bollalaga, hálffyllt, snjóhvít með gula fræfla í miðju, ilma lítið, standa mjög lengi. Nýpurnar eru smáar til meðalstórar, rauðar og fallegar, er oft samtímis hvítum haustblómunum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, miðlungi rökum til rökum, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir ryðsvepp, mjölsvepp og blaðlús.
     
Harka  
     
Heimildir   Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - Reykjavík, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, Thørgersen, C.G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeå, http.//www.backyardgarden.com, http://www.greenfingers.com, http://www.shootgardiening.co.uk, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/80130/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Þrífst í næstum hvaða jarðvegi sem er, miðlungi rakur til rakur. Runninn nýtur sín best stakur, en er góður í limgerði, þarf snyrtingu. Klippið dauð blóm af runnanum. Berið áburð á reglulega.
     
Reynsla   Var sáð í Lystigarðinum 1992 sumar plönturnar dóu 1996 aðrar 2000.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Ígulrós, garðarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is