Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Rosa 'Stanwell Perpetual'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Stanwell Perpetual'
     
Höf.   (Lee 1838) England.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Blá-rauðbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   100-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   ‘Stanwell Perpetual’ er villiblendingur líklega milli R. pimpinellifolia (=the Burnet eða the Scotch rose) og R. damascena bifera. Runninn er þéttvaxinn, með grannar greinar, bogsveigðar og þyrnóttar, þyrnar þéttir og stórir. Runninn er meðalstór, 150 sm hár og um 120 sm breiður og vex mest á breiddina.
     
Lýsing   Laufið minnir á lauf þyrnirósarinnar, er grágrænt, stundum flekkótt og hefur mjög mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum. Lotublómstrandi, blómstrar alveg fram í frost. Blómin sýna greinileg merki um að vera í ætt við blóm R. damascena-rósanna. Blómin meðalstór, opin, hálffyllt-ofkrýnd, dauf blárauð-bleik þegar þau springa út, verða bláhvít þegar þau fölna. Blómin ilma rétt eins og gömlu garðrósirnar, ilma mikið og ilmurinn er góður.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Miðlungi frjór, vel framræstur, getur vaxið í mögrum jarðvegi.
     
Sjúkdómar   Með mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum svo sem svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
     
Harka   Z3
     
Heimildir   Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981., http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.html, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/scotsroses.html, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, www.telegraph.co.uk/gardening/howtogrow/3316064/How-to-grow-Stanwell-Perpetual-rose.html, davesgarden.com/guides/pf/go/64995/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveifgræðsla.
     
Notkun/nytjar   Tvær plöntur á m², notuð í limgerði, í beð og í almenningsgarða og víðar. Áburður í byrjun vaxtartímans.
     
Reynsla   Rosa ‘Stanwell Perpetual’ var til í Lystigarðinum, keypt 1996 og drapst 1996, önnur sem var keypt 1996 og lifði til 1999. Enn var planta 2006, hún vex vel og blómstraði mikið 2008, vex þokkalega vel 2009 en blómstraði ekki.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Harðgerð planta og nægjusöm, falleg að haustinu, engir nýpur. Getur fengið litla svarta bletti á laufið en það er ekki svartrot. Rauður eða brúnn litur á blöðunum er ekki sjúkdómur heldur einkenni á tegundinni. Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga. Ein mest framúrskarandi rósin af gömlu garðrósunum. Fannst í garði Ortes Stanwell í Middlesex á Englandi. ‘Perpetual’ þýðir ‘endalaus’ eða blómstrar lengi.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is