Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Rosa 'William Baffin'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'William Baffin'
     
Höf.   (Dr. Felecitas Svejda 1983), Kanada.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Djúpbleikur-dökkbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   180-240 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Rosa kordesii x ('Red Dawn' x Suzanne'). (R. cordes-blendingur). Rosa 'William Baffin' er 20. aldar rós, kanadísk klifurrós og ein af svo nefnum explorer rósum. Runninn er kröftugur, verður 180-240 sm hár og álíka breiður, hægt að hafa á tígulgrind, blómviljugur og lotublómstrandi, blómstrar allt sumarið.
     
Lýsing   Blómin eru í klösum, allt að 30 blóm í hverjum. Blómin falleg, en ilma lítið. Þessi léttfylltu, djúpbleiku-dökkbleik blóm með gullgulu fræflana eru í stórum klösum á stinnum stönglum. Krónublöðin 10-20 talsins. Sérstakur litur sem vekur nokkra athygli. Laufið stór, glansandi græn.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Magur-meðalfrjór, sendinn-leirkenndur, meðalrakur til rakur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir svartroti, ónæm fyrir mjölsvepp og ryðsvepp.
     
Harka   Z2
     
Heimildir   Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, http://www.aurora.pp.fi/annesgarden/rosa, http://www.backyardgardener, http://www.hesleberg.no, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/explorerroses.html, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, davesgarden.com/guides/pf/go/65069/#b, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=2560
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Frostþolin/vetrarþolin, er einn harðgerðasti klifurrunninn og hægt að skilja eftir án skýlingar á tígulgrindinni allan veturinn. Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga. Ein planta á m². Notuð stök, í beð eða nokkrar plöntur saman.
     
Reynsla   Rosa ‘William Baffin’ var keypt í Lystigarðinn 1996 og plantað í beð sama ár, flutt í annað beð 2003, kelur mismikið, en þrífst vel. Kom líka sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Kelur alltaf en virðist þrauka í Reykjavík. Myndir eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is