Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Rosa gallica
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   gallica
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skáldarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. provencialis Herrmann, R. rubra Lam., Rosa austriaca Crantz.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rósbleikur eða fagurrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   50-200 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lágvaxinn, uppréttur runni með rótarskot. Greinar 50-200 sm, grænar til daufrauðar með granna, mislanga, bogna eða stundum krókbogna þyrna með kirtilþornhár innan um. Axlablöðin með útstæða, ydda enda. Einblómstrandi.
     
Lýsing   Laufin sumargræn, smálaufin 3-5, (sjaldan 7), leðurkennd, breiðoddbaugótt til næstum kringlótt, ydd til snubbótt, dökkgræn og hárlaus ofan, hærð og með kirtla á neðra borði að minnsta kosti á æðastrengjunum, jaðrar með samsettar tennur, oft með kirtiltennur, er með stoðblöð. Blómstæði með leggjaða eða legglausa kirtla. Blómin stök eða stundum 2-4, einföld eða hálffyllt, ilmandi, ilma mikið, 4-8 sm í þvermál. Bikarblöð með nokkra hliðaflipa og með kirtla á ytra borði, aftursveigð og detta af að blómgun lokinni. Krónublöð rósbleik eða fagurrauð. Stílar ekki samvaxnir, ná ekki fram úr blóminu, fræni ullhærð. Nýpur hnöttóttar til sporvala, múrsteinsrauðar, litlar, um 1,3 sm, þéttkirtilþornhærðar.
     
Heimkynni   S & M Evrópa, Litla Asía (Kákasus).
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 2, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/121/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sáningu.
     
Notkun/nytjar   Notuð stakstæð, í þyrpingar, í blönduð beð.
     
Reynsla   Nokkuð harðgerð og blómsæl tegund, sem hefur verið lengi í ræktun hérlendis.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is