Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
laxa |
|
|
|
Höfundur |
|
Retz. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Snærós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
R. soongarica Bge.; R. gebleriana Schrenck. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
-250 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Snærósin er náskyld R. majalis. Hún er fermur lágvaxin. Runninn er grannar, bogsveigðar greinar og verður allt að 250 sm há. Greinar með grænan börk, oft líka dálítið rauðleitan. Þyrnar bognir eða líka beinir, breiðir við grunninn. Smálaufin 5-9, hárlaus eða hærð á neðraborði, allt að 4 sm löng. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin hvít, einföld, með 4-8 krónublöð, stök eða nokkur saman, 4-5 sm breið, einblómstrandi. Bikarblöð heilrend, venjulega kirtilhærðir. Nýpur egglaga, rauðar, 1,5 sm langar, bikarblöð upprétt. |
|
|
|
Heimkynni |
|
A Asía - NV Kína, Síbería. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, vel framræstur, meðalvökvun. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Viðkvæm fyrir hunangssvepp og ryðsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg,
www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+laxa,
www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.6091.4
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning (það getur tekið fræið 2 ár að spíra). Síðsumargræðlingar með hæl(það getur tekið 12 mánði fyrir græðlinginn að rætast), rótarskot, sveiggræðsla (getur tekið 12 mánuði). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í trjá- og runnabeð, í kanta. |
|
|
|
Reynsla |
|
Snærósinni var sáð í Lystigarðinum 1978 og 1994, sú eldri kelur lítið eða ekkert, en sú yngri dálítið, hvorug blómstraði 2008 og 2009. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|