Málsháttur Oft vex laukur af litlu.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
pimpinellifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Þyrnirós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa spinosissima L. (1771) not L. (1753) |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 100 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Villirós. Mjög greinóttur, einblómstrandi runni með rótaskot. Greinarnar purpurabrúnar, uppréttar, 90-100 sm (eða hærri), með þétta, beina, granna þyrna og stinn þornhár, sérstaklega þétt neðst á greinunum. Axlablöðin mjó. Þyrnirósin er skriðul. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin sumargræn, smálaufin 7-9 (sjaldan 7-11), breiðoddbaugótt til breiðöfugegglaga eða meira eða minna kringlótt, 0,6-2 sm, snubbótt, hárlaus nema miðtaugin er stundum dúnhærð á neðra borði, jaðrar með einfaldar kirtiltennur. Engin stoðblöð. Blómstæðin oftast hárlausir. Blómin stök, einföld eða ofkrýnd, gulhvít með daufan ávaxtailm, 3,8-6 sm í þvermál. Bikarblöð heilrend, mjólensulaga, langyddir, miklu styttri en krónublöðin, hárlaus á ytra borði, en með ullhærða jaðra, upprétt og standa lengi að blómgun lokinni. Krónublöðin rjómahvít. Nýpur hnöttóttar, íflatar, rauðar í fyrstu en síðar purpurasvartar, 0,7-1,5 sm, sléttar og hárlausar. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V & S Evrópa, SV & M Asía austur til Kína og Kóreu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, frjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
H2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 2, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Vetrar- og sumargræðlingar og sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Rósin er notuð í limgerði, þyrpingar, stakstæð og í blönduð beð.
Safinn úr fullþroska nýpunum var ásamt álúni notaður til að lita silki en þá fékkst fallegur fjólublár litur. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ein gömul íslensk planta er til. Einnig er til planta keypt 1994, gróðursett í beð 1994, vex vel, er mjög skriðul, blómstrar mikið.
Harðgerð og þolin, vex villt á nokkrum stöðum hérlendis, FRIÐUÐ.
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|