Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Rubus odoratus
Ættkvísl   Rubus
     
Nafn   odoratus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ilmklungur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi, skuggi.
     
Blómlitur   Purpurarauður.
     
Blómgunartími   Júlí til september.
     
Hæð   100-150 sm (-300 sm)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Ilmklungur
Vaxtarlag   Kröftugur, lauffellandi runni, allt að 3 m hár. Stönglar trjákenndir, uppréttir með mjög ljós brúna, börk sem flagnar, með kirtla, dúnhærðir, ekki með þornhærð. Þyrnalaus m/uppréttar kirtilhærðar greinar, endurnýjar sig með rótarskotum og myndar mikið þykkni af greinum sem smám samam þekja stærðar svæði
     
Lýsing   Lauf óskift, allt að 25 sm, 5-flipótt, hjartalaga við grunninn, sagtennt, dúnhærð á neðra borði. Blómin ilmandi, bleik-purpura, allt að 5 sm í þvermál, í margblóma skúf, bikarblöð odddregin, krónublöð breið, snubbótt. Aldin flöt og breið, rauð eða appelsínugul, með lítil, dúnhærð steinaldin.
     
Heimkynni   A N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór-frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skifting, sumargræðlingar, rótarskot.
     
Notkun/nytjar   Undirgróður undir tré, í þyrpingar, í raðir.
     
Reynsla   Meðalharðgerður-harðgerður runni, má klippa alveg niður árlega.
     
Yrki og undirteg.   Rubus odoratus 'Albus' er með með hvít blóm, ljósari blöð og ennþá ljósari börk.
     
Útbreiðsla  
     
Ilmklungur
Ilmklungur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is