Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Rudbeckia fulgida
Ættkvísl   Rudbeckia
     
Nafn   fulgida
     
Höfundur   Ait.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mánahattur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   gullgulur/brúnsvartur hattur
     
Blómgunartími   Ágúst-október.
     
Hæð   40-90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Mánahattur
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 100 sm há, stönglarnir greinóttir. Laufin allt að 12 sm löng, aflöng til lensulaga, milligræn.
     
Lýsing   Körfurnar allt að 7 sm í þvermál, blómbotninn hvolflaga til keilulaga, geislablóm gul eða appelsínugul, hvirfingablóm purpurabrún. Svif krónulaga.
     
Heimkynni   SA Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning, stöngulgræðlingar með hæl að vori.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, við tjarnir og læki, í þyrpingar, til afskurðar.
     
Reynsla   Harðgerð-meðalharðgerð, mun vera fágætur, skammlífur í ræktun.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Mánahattur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is