Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Salix |
|
|
|
Nafn |
|
myrsinifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
Salisb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Dökkvíðir (viðja) |
|
|
|
Ætt |
|
Víðiætt (Salicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
S. nigricans Sm., S. phylicifolia L. ssp. nigricans (Sm.) N. H. Nilsson ex Hyl.; S. borealis (Fr.) Nasarow, S. nigricans Sm. ssp. borealis (Fr.) Flod. (ssp. borealis) |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Vor. |
|
|
|
Hæð |
|
4-9 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Fremur fljótvaxinn. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Breytileg tegund, allt að 4 m há. Börkur dökkur, sprunginn. Ársprotar hárlausir á öðru ári, matt grænbrúnir, viður annars árs gáraðir undir berkinum.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin 2-7 x 1-3,5 sm, oddbaugótt-öfugegglaga eða aflöng, dökkgræn ofan, bláleit neðan. Aðalæðastrengurinn með langæa hæringu neðan, sagtennt til næstum heilrend. Laufleggur allt að 1 sm langur. Axlablöð eyrnalaga, stundum engin. Reklar 1,5-4 x 1-1,5 sm á laufóttum legg, koma um leið og laufin. Fræflar 2, ekki samvaxnir. Eggleg á stuttum legg, hárlaus eða lítið eitt hærð.&
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa, L Asía, V Síbería. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, meðalfrjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,4 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í limgerði, í skjólbelti, í beð, í þyrpingar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð planta, sem er mikið notuð í klippt limgerði, vindþolin, þokkalega fljótvaxin, hefur verið seld í garðplöntustöðvum undir ýmsum nöfnum. Það algengasta sennilega Salix nigricans sem þá hefur verið kallaður svartvíðir eða dökkvíðir. Var lengi í Lystigarðinum undir því nafni sem er eitt af fjölmörgum samheitum sem hafa verið í gangi um tegund þessa.
(Salix myrsinifolia skv. IOPI og Virtuella Floren sem er einskonar Flóra Norðurlanda). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Undirtegund S. myrsinifolia ssp. borealis (Fr.) Hyl. - viðjan - er með hvítloðna árssprota og þétthærð blöð sem eru loðin á neðra borði (sbr. Virtuella Floren). |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|