Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Salix x sp.
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   x sp.
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Brekkuvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   sól, hálfskuggi
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kræklóttur, þéttblöðóttur, börkur gulgrængrár, gljáandi. Börkurinn gulgrænn eða gulgrár, gljáandi.
     
Lýsing   Axlablöð mjög smá eða oft engin. Blöðin breiðegglaga, þykk, skinnkennd, 3-5 sm að lengd, breiðegglaga, heilrend (stundum örlítið smátennt), dökkgræn, gljáandi á efra borði, ljósgrágræn og taugaber á neðra borði.
     
Heimkynni   Íslenskur blendingur.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, fremur frjór.
     
Sjúkdómar   Dálítið næmur fyrir ryðsvepp og lús.
     
Harka   h8
     
Heimildir   Ásgeir Svanbergsson (1982): Tré og runnar á Íslandi.
     
Fjölgun   Vetrar- og sumgargræðlingar, fræi sáð um leið og það hefur þroskast.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, í þyrpingar, í raðir. Stundum talinn blendingur gulvíðis og fjallavíðis.
     
Reynsla   Harðgerður, vindþolinn, seltuþolinn, næmur fyrir ryðsvepp og lús.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is