Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Sanguisorba canadensis
Ættkvísl   Sanguisorba
     
Nafn   canadensis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kanadakollur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulhvítur/langir frævlar.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   100-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Kanadakollur
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 200 sm há. Stönglar greindir eða ógreindir.
     
Lýsing   Lauf með 7-17 smálauf, smálauf allt að 10 sm, lensulaga-aflöng til egglaga, snubbótt, þverstýfð eða hjartalaga við grunninn, grófsagtennt. Blómin hvít, í sívölum öxum allt að 20 sm. Bikarpípa græn-hvít, flipar með rauðleita slikju, frjóþræðir spaðalaga til kylfulaga. Blómbotn þurr, 4-kantaður, með vængi.
     
Heimkynni   N Ameríka.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, jafnrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   í fjölæringabeð, í þyrpingar, í raðir.
     
Reynsla   Harðgerð, auðræktuð tegund. Þrífst vel í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Kanadakollur
Kanadakollur
Kanadakollur
Kanadakollur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is