Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Saxifraga |
|
|
|
Nafn |
|
aizoides |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gullsteinbrjótur |
|
|
|
Ætt |
|
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær, sígræn jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur oft með dökkgular dröfnur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
5-20 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Laufgaðir sprotar mynda þykka breið eða gisnar þúfur |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 4-22 x 1,5-4 mm, babdlaga til aflöng, ásætin, snubbótt, ydd eða með stuttan brodd, milli- til dökkgræn, ekki bláleit, heilrend eða stöku sinnum með 2 stuttar tennur við endann, oftast kögruð af tannlíkum hárum sem vita fram á við, kalkkirtlar venjulega stakir við oddinn. Blóm stök eða í stuttum, laufóttum klasa með 2-15 blóm. Krónublöð 3-7 mm, venjulega gul, oft með appelsínugulum dröfnum, stundum appelsínugul eða múrsteinsrauð.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Heimskautasvæði í N Ameríku og N Evrópu (Ísland). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, fremur súr. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Við tjarnir og læki, í beð og steinhæðir (ef hann er vökvaður vel). |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð planta. Þarf góðan jarðraka, einkum að vori. Þrífst best í grýttri steinhæð, mót norði eða norðaustri (Köhlein, Saxifragas). Afbrigðin eru bæði gróskumeiri og fallegri en aðaltegundin. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
var. atrorubens (Bertol) Sternb. Lauf þétthærð á blaðjöðrum. Krónublöð múrsteinsrauð, diskur djúpskarlatsrauður (Heimkynni: Austurríki).
var. aurantiaca - Með rauðgulum blómum (ekki í RHS).
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|