Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Saxifraga biflora
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   biflora
     
Höfundur   All.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Purpurasteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Daufpurpura eða hvít.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   5-10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Purpurasteinbrjótur
Vaxtarlag   Lík vetrarblómi en með mjúk, kjötkennd, næstum kringlótt lauf.
     
Lýsing   Krónublöð greinilega aðskilin, daufpurpura eða hvít með áberandi gulan hunangshring í miðju blómi.
     
Heimkynni   Alpafjöll (2000-4200m), NV Grikkland.
     
Jarðvegur   Framræstur, léttur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í ker.
     
Reynsla   Hefur verið í uppeldi í Lystigarðinum. Reynist oft skammlífur.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er með hvít blóm. var. kochii Kittel. Krónublöð allt að 9 x 5 mm, oddbaugótt. (1) ssp. biflora. Lauf með 1 kalkkirtil og lítt áberandi kalkútfellingar. Blóm venjulega að minnsta kosti 2 á hverjum stöngli, ná ögn upp úr laufunum. Bikarblöð hærð á neðra borði (2). ssp. epirotica D.A. Webb. Lauf með 3-5 kalkkirtla og áberandi kalkútfellingar. Blóm stök, ná vel upp fyrir laufið. Bikarblöð hárlaus á neðra borði (2).
     
Útbreiðsla  
     
Purpurasteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is