Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Saxifraga callosa
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   callosa
     
Höfundur   Sm.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tungusteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt, sígræn.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   15-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Tungusteinbrjótur
Vaxtarlag   Blaðhvirfingar mynda þyrpingar, oftast með ungar blaðhvirfingar líka. Stærstu blaðhvirfingarnar allt að 16 sm í þvermál.
     
Lýsing   Lauf 4-9 x 0,25-0,7 sm, bandlaga, stundum breiðari í oddinn, heilrend ef undan eru skilin nokkur kirtilhár við grunninn, margar kirtiltennur á laufjöðrunum, en ekki á efra bori laufsins, kalkútfellingar mismiklar. Blómstönglar 15-40 sm, með mörg blóm í mjóum skúf sem er um 40-60 % af stönglinum, hver grein skúfsins er með 3-7 blóm. Krónublöð 6-12 mm, öfugegglaga til öfuglensulaga, stundum með langa nögl, hvít með fagurrauðar doppur við grunninn.
     
Heimkynni   NA Spánn, SV Alpar, Apenninafjöll, S-Ítalía..
     
Jarðvegur   Léttur, jafnrakur, framræstur, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, (brjóta sundur blaðhvirfingarnar), sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Harðgerð planta og mjög falleg. Til er ein planta sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2003 og önnur planta sem sáð var til 2008 og gróðursett í steinhæð 2015, þrífast vel. Tegundin, undirtegundir og yrkið 'Albertii' eru í Lystigarðinum og óhætt að mæla eindregið með þeim. Má rækta hvort sem er í fjölæringabeði eða í steinhæð.
     
Yrki og undirteg.   ssp. callosa Blómskipun hárlaus eða ögn kirtilhærð. Lauf bandlaga, ögn breiðari í oddinn. Heimk.: SV Alpar, N Ítalía (2) ssp. catalaunica (Boiss. & Reut.) D.A. Webb. Blómskipun þétthærð kirtilhárum, lauf öfuglensulaga, tiltölulega stutt. Heimk.: NA Spánn (2) var. australis (Moricand) D.A. Webb. Lauf öfuglensulaga til bandlaga með +/- tígullaga odd. Heimk.: SV Alpar, M & S Ítalía, Sikiley, Sardinia. 'Alberti' er með flottar silfraðar blaðhvirfingar, stór hvít blóm (1). 'Leichtlinii' er með rósrauð blóm (1). 'Superba' er með rjómahvít blóm í stórri, bogsveigðri, puntlíkri blómskipan (1). 'Tumbling Waters' er svo kynblendingur milli tungusteinbrjóts (S. callosa) og S. longifolia með enn stærri blómskúfa, bráðfallegt yrki.
     
Útbreiðsla  
     
Tungusteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is