Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Saxifraga cotyledon
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   cotyledon
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klettafrú
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   15-70 sm (-100 sm)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Klettafrú
Vaxtarlag   Aðalblaðhvirfingin 7-12 sm í þvermál, venjulega með nokkrar minni líka, sem vaxa út frá stuttum renglum úr blaðöxlunum eldri hvirfinga, renglurnar deyja fljótt svo plantan myndar aldrei stórar þyrpingar eða þúfur.
     
Lýsing   Lauf 2-8 x 0,6-2 sm, aflöng til öfuglensulaga eða spaðalaga, jaðrar fíntenntir, tennur reglulegar nema við grunninn þar sem hár kögra jaðarinn. Laufin eru ögn kjötkennd, ekki mjög bláleit, kalkkirtlar ofan á miðju hverrar tannar er með lítieitt af kalkútfellingar. Blómstöngull allt að 70 sm á hæð, greinóttur frá grunni eða að minnsta kosti frá rétt neðn við miðju og mynda pýramídalaga skúf. Aðalgreinin er með 8-40 blóm. Krónublöð 7-10 mm, öfuglensulaga, mjó neðst við nöglina, hvít, stundum með rauðar doppur eða æðar.
     
Heimkynni   Skandinavía & Ísland, Pýreneafjöll & Alpar.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalrakur, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
     
Reynsla   Afar glæsileg tegund og harðgerð. Er víða til í görðum. Hérlendis vex hún villt aðeins á Austurfjörðum og Suðausturlandi og er nokkuð víða á því svæði.
     
Yrki og undirteg.   Yrki sem nefnd eru í RHS 'Caterhamensis' Allt að 90 sm há, blóm hvít, rauðdröfnótt. 'Icelandica' Allt að 105 sm há, stórar, flatar blaðhvirfingar, lauf bronslit, leðurkennd. 'Montavonensis' Er form með breið lauf og dálítið minni að öllu leyti en aðaltegundin, einkum blómin. Heimkynni: M Alpar. samkv. Köhlein, Saxifrages) 'Norvegica' Er með spaðalaga lauf, blómskipun með fjölmörgum hliðargreinum sem bera allt að 20 blóm hver, blóm hreinhvít. 'Pyramidalis' Stórfenglag pýramídalaga blómskipun, greinótt næstum frá grunni, blaðhvirfingarlauf lengri og mjórri en á aðaltegundinni og plantan þarf meiri vökvun. (Köhlein, Saxifrages). 'Southside Seedling' Er með rauð blóm, krónublöð með hvítum doppum og jöðrum.
     
Útbreiðsla  
     
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Klettafrú
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is