Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Saxifraga crustata
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   crustata
     
Höfundur   Vest.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skorpusteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulhvítur
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hæð   12-35 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Skorpusteinbrjótur
Vaxtarlag   Blaðhvirfingar 2,5-8 sm í þvermál, mynda þykkar, þéttar þúfur.
     
Lýsing   Hvirfingalaufin 10-25 x 2-3 mm, bandlaga, snubbótt, heilrend eða ógreinilega bogtennt, niðursveigð, stundum með fá, löng jaðarhár við grunninn, með kalkkirtla, kalkkirtlar fjölmargir á kafi í blaðjöðrum. Kalkútfellingar áberandi. Stöngullaufin áþekk en miklu minni. Blómstönglar 12-35 sm, kirtilhærðir, greinóttir, mynda skúf með allt að 35 blómum, hver smágrein yfirleitt með 1-3 blóm, þétt saman á endanum. Krónublöð 5-6 mm, öfugegglaga, hvít, sjaldan með rauðar doppur.
     
Heimkynni   A Alpar, N & M gamla Júgóslavía.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringabeð, í kanta.
     
Reynsla   Harðgerð, þrífst vel Norðanlands.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Skorpusteinbrjótur
Skorpusteinbrjótur
Skorpusteinbrjótur
Skorpusteinbrjótur
Skorpusteinbrjótur
Skorpusteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is