Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Saxifraga |
|
|
|
Nafn |
|
hostii |
|
|
|
Höfundur |
|
Tausch. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hagasteinbrjótur |
|
|
|
Ætt |
|
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt, sígræn. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur með purpuralitar doppur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
25-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Sígræn, blaðhvirfingar 6-18 sm í þvermál, myndar gisnar breiður. Lauf 3-10 x 0,4-1 sm, aflöng til breiðbandlaga, ögn breiðari í oddinn, yfirleitt snubbótt, meira og minna bláleit, blaðendar aftursveigðir, jaðrar fíntenntir með kalkkirtla (í holum) á efra borði tannanna, kalkútfellingar áberandi, með nokkur kögurhár neðst við grunninn.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Blómstönglar 25-50 sm langir, kirtilhærðir ofan til, greinóttir ofan miðju og mynda skúf eða puntlíka blómskipun, með 5-12 blóm. Krónublöð 4-8 mm, oddbaugótt, hvít oft með purpuralitar doppur.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
A Alpafjöll. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, jafnrakur, framræstur, kalkríkur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð planta sem þrífst vel í garðinum. Í F1-F13 frá 1995, þrífst þar með ágætum.
Undirtegundin ssp. rhaetica (Kern.) Braun.-Blanquet. er í J5 frá 1991, bráðfalleg og auðræktuð.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
ssp. rhaetica (Kern.) Braun.-Blanquet. Grunnlauf allt að 5 x 0,7 sm, mjókka fram í odd, tennur á blaðjöðrum ógreinilegar. Aðalstöngull skúfsins með 3-5 blóm. Heimk.: N Ítalía (2). |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|