Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Saxifraga paniculata
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   paniculata
     
Höfundur   Mill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bergsteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rjómahvítur, stundum með rauðar doppur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   - 30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Bergsteinbrjótur
Vaxtarlag   Fjölær jurt sem myndar breiður.
     
Lýsing   Hvirfingarlauf 40 x 8 mm, aflöng til lensulaga, jaðrar sveigjast inn á við með kalkkirtla á jöðrunum, í grúppum í hvolflaga laufhvirfingum. Blómskipunin flatur sproti á stöngli sem er greinóttur ofantil, allt að 30 sm. Blómin allt að 12 mm í þvermál. Krónublöð rjómahvít, stundum með rauðar doppur.
     
Heimkynni   Ísland (fjöll Evrópu ath. betur)
     
Jarðvegur   Jafnrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í ker, í kanta.
     
Reynsla   Harðgerð, íslensk tegund sem vex utan í klettum á nokkrum stöðum á Austurlandi, nokkuð víða í görðum og einnig til í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki eru nefnd í RHS og EGF ? sum hafa verið reynd hér en ekki öll enn sem komið er. Sem dæmi má nefna. 'Alba' ? Hvít blóm 'Atropurpurea' (S. paniculata v. major) ? mjög stórgert form, blómskipun há (30-45 sm). Blómstönglar rauðleitir með stóra blaðhvirfingu (lauf 2-5 sm að lengd), oft rauðmenguð, dökkna á vetrurna 'Balkana' ? fremur smávaxið form með flatar blaðhvirfingar. Grófur uppréttur blómstöngull, u.þ.b. 20 sm á hæð. Hvít blóm, áberandi rauðdröfnótt 'Baldensis' ? stutt lauf og þykk, öskugrá 'Brevifolia' (ssp. brevifolia) ? fremur smávaxin, stutt lauf (1 x 0.5 sm), myndar mjög fallegar breiðar þúfur. Nokkur hvít blóm á um 15 sm stönglum 'Correvoniana' ? rósettur flatar, afar litlar 'Cristata' ? mjó, silfruð lauf, kremhvít blóm 'Densa? ? afar miklar kalkútfellingar þannig að blöðin virðast silfruð, litlar blaðhvirfingar 'Emarginata' ? að 25 sm, kremhvít blóm 'Flavescens' ? sítrónugul blóm 'Hainoldii' ? að 30 sm, stórar blaðhvirfingar, rósrauð blóm 'Labradorica' ? blaðhvirfingar mjög litlar, krónublöð hvít 'Lagraveana' ? að 15 sm, blaðhvirfingar litlar og silfraðar, krónublöð vaxkennd, kremhvít 'Lutea' ? gul blóm, blómstönglar 16-28 sm 'Minima' ? smá hvít blóm 'Notata' ? mjög áberandi kalkútfellingar á blaðjöðrum 'Paradoxa' ? blágrænt lauf, hvít blóm 'Pectinata' ? kalkútfellingar áberandi á blaðjöðrum, blóm hvít með rauðum doppum 'Punctata' ? dökkgrænt lauf með áberandi kalkútfellingum á blaðjöðrum 'Rex' ? kremhvít stór blóm, að 25 sm 'Rosea' ? föl bleik blóm, gulgrænar blaðhvirfingar (form upprunnið frá Búlgaríu) v. strumiana ? Úr M Ölpum, með litlar blaðhvirfingar, uppsveigð fleyglaga lauf 1.4 x 0.4 sm, sagtennt með hár á endum. Blómstönglar brúnir 5-15 sm, blóm hvít (Heim.: Köhlein, Saxifragas)
     
Útbreiðsla  
     
Bergsteinbrjótur
Bergsteinbrjótur
Bergsteinbrjótur
Bergsteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is