Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Scutellaria alpina
Ættkvísl   Scutellaria
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallaskjaldberi
     
Ætt   Varablómaætt (Lamiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Purpura, neðri vörin gul.
     
Blómgunartími   Ágúst - september.
     
Hæð   20-35 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallaskjaldberi
Vaxtarlag   Fjölær jurt, útafliggjandi, allt að 35 sm há. Stönglar greinóttir eða greinalausir, uppsveigðir, slær oft rótum á liðunum, meira eða minna hærðir.
     
Lýsing   Lauf allt að 2,5 sm, egglaga, hjartalaga við grunninn, oftast snubbótt, bogtennt, mjúkhærð eða hárlaus. Blómin þétt, í 4-köntuðum klasa, með purpura slikju, stoðblöðin skarast, lengri en bikarinn. Krónan 25-37 mm, meira eða minna hærð á ytra borði, purpura, neðri vörin gul.
     
Heimkynni   Fjöll Evrópu og Síberíu.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Scutellaria alpina ssp. supina hefur lifað góðu lífi í garðinum í fjölmörg ár. Ekki í RHS og gæti verið sortin 'Bicolor' - ath.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er með hvít blóm, 'Bicolor' er með purpuralit og hvít blóm, 'Lupulina' er með gul blóm, 'Rosea' er með bleik blóm svo nokkur séu nefnd.
     
Útbreiðsla  
     
Fjallaskjaldberi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is