Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Sedum spurium
Ættkvísl   Sedum
     
Nafn   spurium
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Steinahnoðri
     
Ætt   Hnoðraætt (Crassulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt, sígræn.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur, bleikur, rauðpurpura.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   10-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Steinahnoðri
Vaxtarlag   Meira eða minna sígræn, fjölær jurt, myndar breiðu, allt að 15 sm há.
     
Lýsing   Stönglar mikið greinóttir, fínhærðir, skriðulir. Lauf 25 x 18 mm, gagnstæð, öfugegglaga, mjókka snögglega að grunni, sagtennt til breiðtennt, kögruð. Blómstönglar rauðir. Blómskipunin þéttur hálfsveipur, blómin næstum legglaus. Bikarblöð 5, oddlaus. Krónublöð 5, 10-12 mm, lensulaga, upprétt, hvít, bleik eða rauðpurpura.
     
Heimkynni   Kákasus, N Íran, hefur skotið rótum í Evrópu.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem undirgróður, í beð, í hleðslur, í kanta.
     
Reynsla   Meðalharðgerð, að minnsta kosti norðanlands, blómgast oft fremur lítið.
     
Yrki og undirteg.   'Album', 'Splendens' purpurar., 'Schorbusser Blut' hárauð blóm og koparlit blöð, 'Purpurteppich' með koparbrúnt lauf ofl.
     
Útbreiðsla  
     
Steinahnoðri
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is